Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2022 16:34 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10