Telur líklegt að Rússar skrúfi fyrir gasið í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2022 23:30 Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur aðeins verið um 40 prósent af fullri flutningsgetu að undanförnu. Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar telur líklegt að Rússar muni skrúfa fyrir gasleiðslurnar til Evrópu í vetur. Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu. Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu.
Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira