Hvalbátarnir rákust saman þegar dráttarbátur reyndist of kraftlítill Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2022 17:56 Hvalur 9 rekst á Hval 8. Þar um borð tókst mönnum á síðustu stundu að koma dekki upp á rekkverkið til að hindra skemmdir. Egill Aðalsteinsson Neyðarleg uppákoma varð í Reykjavíkurhöfn í dag þegar hvalbátar Hvals hf. voru að leggja frá bryggju til hvalveiða. Dráttarbátur Faxaflóahafna réð ekki við það verkefni að draga fyrri hvalbátinn, Hval 9, frá hinum bátnum, Hval 8, og missti hann frá sér. Það varð til þess að Hvalur 9 rakst bæði utan í Hval 8 sem og skuttogarann Sigurborgu SH. Dráttarbáturinn Leynir búinn að missa Hval 9 utan í Hval 8.Egill Aðalsteinsson Það var í hádeginu sem fjöldi fólks mætti á Ægisgarð til að fylgjast með upphafi hvalvertíðar eftir nærri fjögurra ára hlé á hvalveiðum. Byrjað var á því að losa landfestar Hvals 9 sem lá utan á Hval 8. Upphafið reyndist þó vandræðalegt því dráttarbáturinn Leynir, sem Faxaflóahafnir sendu í það verkefni að draga bátana frá bryggju, reyndist of kraftlítill. Í vestangjólu, sem kom þvert á Hval 9, skorti dráttarbátinn afl til að draga hvalbátinn frá. Hvalur 9 rakst einnig með skutinn utan í togarann Sigurborgu SH.Egill Aðalsteinsson Þetta varð til þess að hann missti hvalbátinn frá sér og rak hann hratt í átt að Hval 8. Þar um borð voru menn snöggir til, sáu í hvað stefndi, og náðu að koma dekki á rekkverkið til að hindra skemmdir. Hvalur 9 rakst einnig utan í skuttogarann Sigurborgu SH frá Grundarfirði, sem lá við Ægisgarð fyrir aftan hvalbátana. Dráttarbáturinn Haki búinn að bjarga málum.Egill Aðalsteinsson Engar sjáanlegir skemmdir urðu á skipunum. Öflugri dráttarbátur var svo fenginn á vettvang, Haki, og náði hann að koma hvalbátunum frá bryggju svo þeir gætu siglt til hvalveiða. Myndskeið af árekstrinum, sem og frá brottför skipanna, var sýnt í fréttum Stöðvar 2, og rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf. Egill Aðalsteinsson kvikmyndar brottför hvalbátanna í dag. Myndirnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.KMU Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Dráttarbáturinn Leynir búinn að missa Hval 9 utan í Hval 8.Egill Aðalsteinsson Það var í hádeginu sem fjöldi fólks mætti á Ægisgarð til að fylgjast með upphafi hvalvertíðar eftir nærri fjögurra ára hlé á hvalveiðum. Byrjað var á því að losa landfestar Hvals 9 sem lá utan á Hval 8. Upphafið reyndist þó vandræðalegt því dráttarbáturinn Leynir, sem Faxaflóahafnir sendu í það verkefni að draga bátana frá bryggju, reyndist of kraftlítill. Í vestangjólu, sem kom þvert á Hval 9, skorti dráttarbátinn afl til að draga hvalbátinn frá. Hvalur 9 rakst einnig með skutinn utan í togarann Sigurborgu SH.Egill Aðalsteinsson Þetta varð til þess að hann missti hvalbátinn frá sér og rak hann hratt í átt að Hval 8. Þar um borð voru menn snöggir til, sáu í hvað stefndi, og náðu að koma dekki á rekkverkið til að hindra skemmdir. Hvalur 9 rakst einnig utan í skuttogarann Sigurborgu SH frá Grundarfirði, sem lá við Ægisgarð fyrir aftan hvalbátana. Dráttarbáturinn Haki búinn að bjarga málum.Egill Aðalsteinsson Engar sjáanlegir skemmdir urðu á skipunum. Öflugri dráttarbátur var svo fenginn á vettvang, Haki, og náði hann að koma hvalbátunum frá bryggju svo þeir gætu siglt til hvalveiða. Myndskeið af árekstrinum, sem og frá brottför skipanna, var sýnt í fréttum Stöðvar 2, og rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf. Egill Aðalsteinsson kvikmyndar brottför hvalbátanna í dag. Myndirnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.KMU
Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. 21. júní 2022 21:30