Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á samningafundi í mars 2019. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn. Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent