Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á samningafundi í mars 2019. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn. Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira