Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2022 21:30 Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn í dag. Hvalabyssurnar eru komnar á sinn stað. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51