Mikil aðsókn í opna húsið Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. júní 2022 14:04 Það myndaðist löng röð fyrir utan Álfabakka 14a klukkan 13 þegar bólusetningar hófust. Vísir/Egill Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við. Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tala þeirra sem veikjast alvarlega í kjölfar Covid-19 smits hefur farið hækkandi seinustu daga, þá sérstaklega meðal þeirra sem eru áttatíu ára og eldri og eiga eftir að fá fjórða skammtinn af bóluefni. Því var opið hús í bólusetningu í Álfabakka 14a fyrir þann hóp og þá sem eru í áhættuhóp vegna undirliggjandi sjúkdóma. Það kom Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur á óvart hversu margir mættu í dag.Vísir/Egill „Þetta var miklu meiri aðsókn en við áttum von á, gleðilegt að fólk sé að taka við sér og koma í fjórða skammtinn. Við erum strax á fyrsta hálftímanum búin að taka við fimm hundruð manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samtali við fréttastofu. Þó geta sömu hópar enn pantað tíma hjá sinni heilsugæslu í bólusetningu. Opna húsið er einungis hugsað sem viðbót. „Við erum með nítján heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem allir eru að taka þátt í bólusetningum og þetta átti bara að vera auka úrræði. Það eru margir sem vilja koma án þess að hringja, panta tíma og bóka og það var greinilega að virka í dag. Við þurfum að halda svona opin hús oftar,“ segir Ragnheiður. Bólusetningarýmið í Álfabakka.Vísir/Egill Mikill fjöldi fólks mætti á opna húsið og myndaðist löng röð í rigningunni fyrir utan Álfabakka. Aðsóknin kom Ragnheiði á óvart þar sem það hefur verið dræm mæting í bólusetningar á heilsugæslustöðvunum hingað til. „Það hefur verið nóg af lausu plássi en Þórólfur kom í sjónvarpið og þetta hefur verið að aukast síðustu daga og Landspítalinn að segja frá og þetta virkar allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. 20. júní 2022 14:57