Forráðamenn Liverpool tilbúnir að missa Salah frítt Atli Arason skrifar 20. júní 2022 23:01 Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fagnar einu af 23 mörkum sínum á síðasta tímabili. Getty Images Innan Anfield er vaxandi ótti að markahæsti leikmaður síðasta tímabils, Mohamed Salah, muni yfirgefa Liverpool næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Það er Daily Mirror sem greindi frá þessu um helgina en miðillinn segist vera með öruggar heimildir innan herbúða Liverpool að menn séu hreinlega að sætta sig við að Salah fari frítt frá félaginu sumarið 2023. Egypski framherjinn er sagður vilja tvöfalda launin sín úr 200 þúsund pundum á viku í 400 þúsund. Sú upphæð passar ekki alveg inn í það launafyrirkomulag sem félagið vil tileinka sér og er Liverpool frekar tilbúið að leyfa leikmanninum að fara en að borga þessa upphæð. Salah hafði áður sagt að hann ætlar spila með Liverpool næsta leiktímabil. Jurgen Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool til ársins 2026 og vonuðust forráðamenn Liverpool til þess að framlenging Klopp myndi fá Salah til að bakka aðeins frá þessum himinháu launakröfum. Svo virðist ekki vera og störukeppnin milli leikmannsins og félagsins heldur áfram. Klopp taldi þó sjálfur að hans framlengda vera hjá Liverpool myndi ekki ráða því hvort leikmenn myndu skrifa undir nýjan samning eða ekki. „Í lífinu eru fleiri hlutir til að hugsa út í, annað en hver knattspyrnustjórinn er. Þó það sé kannski mikilvægt að vita. Það er frábært ef vera mín hér sé jákvæð fyrir strákana en ég held það ráði ekki öllu í þeirri ákvörðun. Þeir verða að ákveða hvað þeir ætli að gera við sitt líf. Við vildum [með framlengdum samningi] tryggja að þeim sem langar að vera hérna áfram vita við hverju þeir geta búist,“ sagði Klopp fyrir örfáum mánuðum síðan. Sadio Mane virðist búinn að ná samkomulagi við Bayern Munich um félagaskipti til þýska félagsins en samningur Mane átti að renna út á sama tíma og samningur Salah. Mane var búinn að gefa það út að hann myndi ekki framlengja þann samning. Egyptinn hefur skorað 156 mörk í 254 leikjum fyrir Liverpool og unnið alla stóru bikara sem í boði eru með Liverpool. Salah, sem varð þrítugur í síðustu viku, gæti hafið formlegar viðræður við önnur félög sex mánuðum áður en samningur hans rennur út þann 30. júní 2023.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira