Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2022 16:31 Katla Tryggvadóttir hefur mætt mjög öflug til leiks á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild og staðið sig vel á miðjunni hjá Þrótti. vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira