Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 13:58 Stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins er sannfærður um að kosningasvik hafi verið framin í forsetakosningunum 2020. AP/Wong Maye-E Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Brigsl um að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað í forsetakosningunum árið 2020 eru nú orðin því sem næst meginstraumsskoðun á meðal repúblikana sem sækjast eftir því að verða kjörnir fulltrúar. Enduróma þeir þar stoðlausar samsæriskenningar Donalds Trump sem dómstólar vítt og breitt um landið hafa ekki fundið neinn fót fyrir. Einn þeirra sem hefur gengið hvað lengst í slíkum samsæriskenningum er Jim Marchant frá Nevada. Hann hefur fullyrt að lögmætar kosningar hafi ekki farið fram í ríkinu í meira en áratug. Leynisamtök „djúpríkisins“ hafi sett alla sigurvegara kosninga í embætti frá 2006. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Marchant vann forval Repúblikanaflokksins fyrir kosningar til innanríkisráðherra Nevada í síðustu viku. Fagnaði hann sigrinum um leið og úrslitin lágu fyrir. „Ég er yfir mig auðmjúkur yfir þeim gríðarlegra stuðning sem framboð okkar hlaut. Nevada-búar létu raddir sínar heyrast,“ sagði Marchant á samfélagsmiðlum. Jim Marchant, fyrrverandi ríkisþingmaður Nevada, hefur notað gjallarhorn sitt til að búsúna samræriskenningum um að kosningar í ríkinu séu meingallaðar. Allar nema kosningarnar þar sem hann fór með sigur af hólmi.AP/Ricardo Torres-Cortez/Las Vegas Sun Tugir afneita úrslitunum, en ekki sínum eigin AP-fréttastofan segir að Marchant sé aðeins einn tuga repúblikana sem aðhyllist samsæriskenningar um kosningar en hafi strax fagnað eigin sigri án þess að lýsa áhyggjum af lögmæti kjörsins. Í Pennsylvaníu fór Doug Mastriano með sigur af hólmi í forvali repúblikana vegna ríkisstjórakosninga. Hann fór fyrir þingnefnd á ríkisþinginu sem kallaði lögmenn Trump til vitnis um meint kosningasvik þar og gekk með öðrum stuðningsmönnum forsetans að þinghúsinu þegar æstur múgur réðst þar til inngöngu 6. janúar 2021. Mastriano hafði engar áhyggjur af kosningasvikum þegar hann lýsti yfir sigri í forvalinu í síðasta mánuði. „Guð er góður,“ sagði hann við stuðningsmenn sína. Aðeins þriðjungur telur Biden réttkjörinn Samsæriskenningar Trump og félaga hafa grafið verulegan undan trú Bandaríkjamanna á kosningum, sérstaklega repúblikana. Aðeins 45% svarenda í könnun AP í febrúar sagðist hafa mikla trú á að atkvæði í þingkosningunum í haust yrðu rétt talin. Á meðal repúblikana var hlutfallið aðeins 24%. Í annarri könnun reyndist aðeins þriðjungur repúblikana telja að Joe Biden væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Dómsmálaráðherra Trump hafnaði því þó að kosningasvik hefðu verið í tafli í forsetakosningnum 2020. Þá skipaði Trump sjálfur nokkurra þeirra dómara sem höfnuðu alfarið málatilbúnaði lögmanna hans um svik.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. 25. maí 2022 08:46