Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 11:32 Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Samsett Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Miðjubandalag Macrons hlaut öruggan meirihluta í síðustu þingkosningum. Sá meirihluti er nú í mikilli hættu en hið nýja vinstribandalag í Frakklandi var hnífjafnt miðjuflokkunum í fyrri umferð kosninganna, sem fór fram fyrir viku síðan. Það er vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon sem leiðir vinstri flokkana en honum tókst að sameina þá í nýju bandalagi fyrir kosningarnar. Gæti einnig stefnt í stórsigur Le Pen „Vinstrið var í algjörri kreppu og er búið að vera að allt þetta kjörtímabil. Hann hefur gefið vinstri flokkunum svona nýja stefnu og nýtt líf. Byr undir báða vængi,“ segir Torfi Tulinius, prófessor í Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands. Hann segir það líklegustu niðurstöðuna að vinstrimenn felli meirihluta Macron en hann nái þó að semja við hægriflokka um nýtt meirihlutasamstarf. En það eru fleiri andstæðingar nýendurkjörins Frakklandsforseta sem eru að sækja í sig veðrið. „Það er ekki ólíklegt að hægripopúlistaflokkur Le Pen verði með á milli 20 og 50 þingmenn og gæti þá myndað sjálfstæðan þingflokk. Og það yrði bara stórsigur fyrir hana og myndi sýna að hægri popúlistar eru alltaf svona að sækja á,“ segir Torfi. Le Pen tapaði fyrir Macron í forsetakosningum fyrr í ár. Hún nýtur stöðugt meiri vinsælda í Frakklandi. Lífskjörin vegi þyngst En um hvað kjósa Frakkar í ár? Hver eru stærstu málin þar í landi? Torfi nefnir helst utanríkismálin í ljósi stríðsins í Úkraínu og loftslagsmálin. „Það sem kannski skiptir þá mestu máli og það sýna kannanir eru lífskjörin. Verðbólgan, hækkandi matarverð og hækkandi orkuverð. Allt þetta hefur náttúrulega mjög mikil áhrif á budduna. Og þá er það spurningin hvernig verður tekið á því?“ Kjörstaðir loka klukkan sex að íslenskum tíma í dag og búast má við mjög nákvæmum fyrstu tölum þá um leið.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Mikið í húfi fyrir Macron þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19. júní 2022 08:58