Óvanalegt að formenn stjórnmálaflokka komi og fari án átaka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:32 Eiríkur segir Loga hafa átt farsælan feril sem formaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki koma á óvart að Logi Einarsson ætli sér að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann telur að Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafi bæði burði til þess að taka við formennsku í flokknum. Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“ Samfylkingin Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Logi tilkynnti um að hann myndi láta af embætti formanns Samfylkingarinnar í forsíðuviðtali við Fréttablaðið í dag. Þar segist hann stíga sáttur frá borði, eftir sex ára formannstíð. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir tíðindin ekki óvænt, en Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur, sem sagði af sér eftir þingkosningarnar 2016, þegar Samfylkingin fékk aðeins þrjá þingmenn. „Logi er auðvitað formaður sem tekur við þessum flokki við frekar óvanalegar aðstæður. Það má segja að hann hafi fengið flokkinn í fangið eftir að flokkurinn hafði goldið algjört afhroð. Fram að því var nú ekkert í sjálfu sér sem benti til þess að hann hefði einhvern sérstakan metnað til þess að verða formaður,“ segir Eiríkur. Engu að síður megi líta svo á að formannstíð Loga hafi verið farsæl. Flokkurinn hafi vaxið í höndum hans en niðurstöður síðustu þingkosninga hafi þó ekki verið í samræmi við væntingar sumra innan flokksins. Frá þeim tíma hafi mátt ímynda sér að Logi hugsaði sér til hreyfings. Logi hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2016. Kom og fór án átaka Hvað merkilegast við formannsferil Loga sé þó upphaf hans, sem og endir. „Hann verður formaður í Samfylkingunni átakalaust og hann hverfur svo á braut úr formannsstóli, líka átakalaust. Þetta er nú bara mjög sjaldgæft.“ Í viðtalinu við Fréttablaðið sagði Logi að flokkurinn þurfi nú á nýjum formanni að halda, sem er öðruvísi en hann sjálfur. Eiríkur segir ómögulegt að segja til um hver innan flokksins hafi metnað til að sækjast eftir formennsku á landsfundi í haust. Maður hefur heyrt nöfnum Dags B. Eggertssonar og Kristrúnar Frostadóttur fleytt fram. Heldurðu að þetta sé fólk sem hefur stöðu til þess að leiða flokkinn inn í nýtt skeið? „Já ég hugsa að þau hafi bæði góða stöðu til þess. Dagur B. Eggertsson er auðvitað búinn að vera farsæll leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni, borgarstjóri til langs tíma. Sumir gætu jafnvel sagt að hann hafi verið áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar frá upphafi,“ segir Eiríkur. Ógerningur sé þó að segja til um hversu lengi Dagur ætli sér að halda áfram í stjórnmálum. „Kristrún Frostadóttir er augljóslega einstaklega öflugur stjórnmálamaður. Kemur fram af ofboðslega miklum krafti og talar um efnahagsmál með hætti sem aðrir úr röðum flokksins höfðu kannski ekki jafn sterka stöðu til að gera. En hún er hins vegar, til þess að gera, nýgræðingur í stjórnmálum. Það hlýtur að vera spurning hjá henni, hvort hún vilji taka stökkið og láta slag standa, eða bíða. Aftur veit maður ekkert um það, því það er bara persónuleg ákvörðun hvers og eins.“
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira