Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Árni Sæberg skrifar 17. júní 2022 16:54 Bólusetningar ungbarna gegn Covid-19 gætu hafist í Bandaríkjunum í næstu viku. Sean Gallup/Getty Images Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. Áður en bólusetningar geta hafist þarf Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna að ákveða hvort og þá hvaða bóluefni verða notuð en tveir valkostir eru í boði, efni frá Pfizer og Moderna en bæði fyrirtæki hafa blandað ný bóluefni sem eru ætluð ungum börnum. Ekki er útilokað að bæði bóluefnin verði fyrir valinu. Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, hefur ákvörðunarvald um það hvort börn verði bólusett frá sex mánaða aldri, að því er segir í frétt AP um málið. Þar segir að Walensky hafi komið fyrir þingnefnd í gær og tjáð öldungardeildarþingmönnum að starfsfólk hennar myndi vinna yfir helgina til að komast að niðurstöðu sem fyrst. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að frídagur er í Bandaríkjum 19. maí en þá minnast Bandaríkjamenn þess þegar þrælar voru frelsaðir. Segir nauðsynlegt að verja börnin Walensky sagði að ungbarnadauði af völdum Covid-19 væri meiri en af völdum árstíðabundinnar inflúensu. „Þess vegna tel ég að við verðum að vernda ung börn. Auk þess að verja aðra með bóluefninu og sér í lagi að verja eldra fólk,“ segir Walensky. Gefi Walensky grænt ljós á bólusetningar ungbarna mun foreldrum standa til boða að láta bólusetja börn sín með bóluefni Pfizer, sem er veitt í þremur skömmtum sem hafa tíu prósent af styrk bóluefnis sem fullorðnir fá eða með bóluefni Moderna sem er veitt í tveimur skömmtum sem hafa um fjórðung styrks venjulegs bóluefnis fyrirtækisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Áður en bólusetningar geta hafist þarf Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna að ákveða hvort og þá hvaða bóluefni verða notuð en tveir valkostir eru í boði, efni frá Pfizer og Moderna en bæði fyrirtæki hafa blandað ný bóluefni sem eru ætluð ungum börnum. Ekki er útilokað að bæði bóluefnin verði fyrir valinu. Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, hefur ákvörðunarvald um það hvort börn verði bólusett frá sex mánaða aldri, að því er segir í frétt AP um málið. Þar segir að Walensky hafi komið fyrir þingnefnd í gær og tjáð öldungardeildarþingmönnum að starfsfólk hennar myndi vinna yfir helgina til að komast að niðurstöðu sem fyrst. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að frídagur er í Bandaríkjum 19. maí en þá minnast Bandaríkjamenn þess þegar þrælar voru frelsaðir. Segir nauðsynlegt að verja börnin Walensky sagði að ungbarnadauði af völdum Covid-19 væri meiri en af völdum árstíðabundinnar inflúensu. „Þess vegna tel ég að við verðum að vernda ung börn. Auk þess að verja aðra með bóluefninu og sér í lagi að verja eldra fólk,“ segir Walensky. Gefi Walensky grænt ljós á bólusetningar ungbarna mun foreldrum standa til boða að láta bólusetja börn sín með bóluefni Pfizer, sem er veitt í þremur skömmtum sem hafa tíu prósent af styrk bóluefnis sem fullorðnir fá eða með bóluefni Moderna sem er veitt í tveimur skömmtum sem hafa um fjórðung styrks venjulegs bóluefnis fyrirtækisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira