Mögnuð tölfræði markvarðarins Murphy Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 17:31 Samantha Leshnak Murphy hefur verið hreint út sagt mögnuð í sumar. Keflavík Samantha Murphy er heldur betur betri en engin. Markvörðurinn hefur verið hreint út sagt mögnuð í marki Keflavíkur í Bestu deild kvenna á leiktíðinni. Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira