Lizzo lagfærir textabút í nýju lagi eftir mikla gagnrýni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. júní 2022 13:30 Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Getty/Scott Legato Tónlistarkonan Lizzo lenti í vandræðum nú á dögunum vegna niðrandi textabútar í nýútgefna laginu „Grrrls.“ Textinn var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur hennar miður sín yfir orðnotkuninni. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lizzo hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir upplífgandi textasmíð og leggur gjarnan áherslu á að fólk elski sjálft sig eins og það er og náungan sömuleiðis. Vegna þess urðu margir aðdáendur sárir þegar þeir heyrðu nýja lag tónlistarkonunnar nú síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Í laginu notaði Lizzo orðið „spaz“ eða „spassi“ á íslensku en orðið hefur í árana rás verið notað á niðrandi vegu gagnvart fólki með fötlunina Cerebral Palsy eða CP meðal annars. Samkvæmt heimasíðu Ráðgjafar- og greiningarstöðvarinnar er CP algengasta tegund hreyfihamlana meðal barna. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni á mánudag og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti Lizzo textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Hér að neðan má heyra breyttu útgáfuna af laginu.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira