Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2022 09:47 Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, hefur greinst í þremur einstaklingum á Íslandi. AP Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis
Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29