Tengslamyndun við nýtt jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 14. júní 2022 15:31 Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar við byggjum upp nýtt jafnlaunakerfi er mikilvægt að við höfum aðkomu að því, vegna þess að við verðum að þekkja kerfið og geta hlúið að því, til þess að fá og viðhalda jafnlaunavottun. Til þess að fá jafnlaunavottun þurfum við að vera með skjöl sem tilgreina hvernig við ætlum að mæta kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. En það er ekki nóg að vera með skjöl sem segja að við gerum eitthvað með ákveðnum hætti. Við verðum líka að vinna eftir þessum leiðum og geta sýnt fram á það. Jafnlaunavottun er ekki viðurkenning sem við fáum einu sinni og getum geymt uppi í hillu. Jafnlaunakerfið okkar þarf að vera lifandi. Við verðum að viðhalda jafnlaunavottun, sinna innri úttektum og fá árlegar heimsóknir frá ytri úttektaraðila til þess að staðfesta að jafnlaunakerfið sé virkt. Til þess að jafnlaunakerfið virki þurfum við að þekkja það, við verðum að þekkja stefnurnar og verklagið. Við verðum að vita hvað við segjumst vera að gera, til þess að geta gert hlutina svoleiðis. Þess vegna er tengslamyndum mikilvæg. Hvernig tryggi ég tengslamyndun? Það er mikilvægt að jafnlaunakerfið sé okkar, ef við útvistum jafnlaunamálum algerlega, er hætt við að við þekkjum ekki jafnlaunakerfið, að við færum ábyrgðina yfir á ytri aðila sem þekkir reksturinn okkar ekki eins vel og við sjálf. Það getur verið undarlegt að fá óskir eða beiðnir frá ytri aðila sem gerir kröfu um breytingar á vinnulagi sem við erum vön, sér í lagi ef við þekkjum ástæðuna sem liggur að baki þessum óskum ekki vel. Þess vegna er mikilvægt að tengja við jafnlaunakerfið, að þekkja skjölin og kröfurnar. Að vera með í því að skilja ástæður sem liggja að baki launaákvarðana og hvað það er sem byggir upp jafnlaunakerfið okkar. Þess vegna er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem tryggir tengslamyndunina. Get ég þá ekki fengið neina aðstoð? Vissulega er hægt að fá aðstoð við að byggja upp jafnlaunakerfi, en það þarf að vera nákvæmlega það, aðstoð en ekki útvistun. Hægt er að fá aðstoð til þess að byggja grunn sem hjálpar og styður við uppbyggingu jafnlaunakerfisins á sama tíma og hluti af ábyrgðinni liggur hjá þeim sem fer í gegnum ferlið til þess að byggja upp skilning á markmiðum og tilgangi jafnlaunakerfisins, ábyrgðin verður að búa innanhúss. Einar Bjarnason, gæðastjóri hjá Límtré Vírnet, var með erindi skömmu fyrir páska hjá Stjórnvísi þar sem hann talaði um jafnlaunavottunarferlið þeirra. Þau notuðu Justly Pay til þess að byggja upp sitt jafnlaunakerfi. Hann talaði um mikilvægi þess að útvista jafnlaunakerfinu ekki of mikið, að það sé nauðsynlegt að þekkja jafnlaunakerfið – að mynda tengsl, þ.e. vita um hvað þetta snýst og að Justly Pay hafi þess vegna hafi hjálpað með akkúrat réttum hætti. Þau fengu skjöl mættu kröfum jafnlaunastaðalsins og voru tilbúin til aðlögunar, en þurftu ekki að finna upp á orðalagi frá grunni. Það sparar mikinn tíma. Jafnlauna skjölin voru flokkuð eftir köflum og þeim kröfum jafnlaunastaðalsins sem þau uppfylla. Í öðru lagi fengu þau jafnlaunaeyðublaðið, sem snýr að kröfunni um að meðhöndla frábrigði, sem er tilbúið ef einhver skildi hafa eitthvað um jafnlaunakerfið að segja. Þetta tryggir að ábendingar gleymist ekki og að full yfirsýn sé til staðar. Í þriðja lagi eru svo jafnlaunaúttektir, tímasettar og með spurningum sem hjálpa til með að reka og fara í gegnum úttektir sem eru nauðsynlegar til þess að viðhalda jafnlaunavottuninni. Úttektir eru framkvæmdar til þess að sannreyna að við séum raunverulega að vinna eins og skjölin segja. Ef misræmi kemur í ljós, þarf annað hvort að uppfæra skjölin eða þjálfa starfsfólk. Með þessum grunni en sinni aðkomu gerðu þau jafnlaunakerfið að sínu. Þetta er aðstoð sem gerir nægjanlega mikið til þess að koma ykkur vel á veg, akkúrat nógu mikið til þess að auðvelt sé að mynda tengsl við jafnlaunakerfið, sem verður hluti af genamengi ykkar reksturs til frambúðar. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun