Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 11:32 Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir. vísir/vilhelm Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál. Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál.
Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira