Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 14:01 Lína Langsokkur og vinir hennar í myndinni um hetjuna knáu frá 1969. United Archives/Getty Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira