Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. júní 2022 14:30 LARISA SHPINEVA/GettyImages Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað. Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga. Spánn Kannabis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Spænska þingið er að leggja lokahönd á skýrslu um notkun kannabis í lækningaskyni og fjölmiðlar segja að nú sé örstutt í Spánverjar leyfi notkun þess. Hún verður þó háð mjög ströngum skilyrðum, en Spánn bætist þar með í hóp rúmlega 40 ríkja sem þegar hafa lögleitt notkun kannabis í lækningaskyni, þeirra á meðal eru um10 þjóðir Evrópusambandsins. Ströng skilyrði Sérfræðingar sem spænska dagblaðið El País hefur talað við segja að notkun þess verði settar það þröngar skorður að einungis 200.000 manns komi til með að hafa hag af lögleiðingu efnisins, en spænska þjóðin telur rúmlega 47 milljónir manna. Sem fyrr segir verður útgáfu lyfseðla fyrir kannabis settar mjög þröngar skorður, alltof þröngar segja nokkrir læknar sem hafa mælt með lögleiðingu þess í lækningaskyni. T.a.m verður einungis hægt að leysa lyfið út í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsa. Kannabislyf gagnast fyrst og fremst til að slá á mikla og langvinna verki, sérstaklega hjá krabbameinssjúklingum og fólki sem þjáist af ýmiskonar taugasjúkdómum. Það slær á ógleði og lystarleysi fólk sem er í krabbameinsmeðferð. Þá getur það dregið úr flogaköstum flogaveiks fólks. Afstaða til kannabis fer eftir stjórnmálaskoðunum Manuel Guzmán, prófessor í lífefnafræði og sameindalíffræði við Complutense háskólann í Madrid, segir í samtali við El País, að lyfið sé þó ekkert kraftaverkalyf eins og hörðustu stuðningsmenn þess halda fram. Það hafi sína kosti sem fyrst og fremst geti bætt verulega lífsgæði þeirra sem það gagnast. Hann segir að því miður hafi gagnsemi kannabislyfja ekki verið rannsökuð nægilega, af tveimur ástæðum; annars vegar vegna þess að efnið hefur um áratugaskeið verið ólöglegt víðast hvar og hins vegar vegna þess að þar sem lyfið sé unnið úr plöntu sem ekki sé hægt að fá einkaleyfi á, hafi alþjóðleg lyfjafyrirtæki takmarkaðan áhuga á að fjármagna rannsóknir á lyfjum unnum úr kannabis. Néstor Szerman geðlæknir segir í samtali við sama blað að afstaða almennings til lyfsins sé sannarlega athyglisverð og í raun öðruvísi en gagnvart flestum öðrum lyfjum. Svo virðist sem fylgjendur þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni séu aðallega vinstrisinnaðir, en andstæðingar þess sé hægrisinnað fólk. Það sé í raun algerlega fáránlegt þegar haft sé í huga að notkun þess snúist fyrst og fremst um að lina þjáningar tuga- og hundruða þúsunda sjúklinga.
Spánn Kannabis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira