Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2022 12:39 Emmanuel Macron og Brigitte Macron á kjörstað í morgun. AP/Ludovic Marin Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka. Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Frakkar kjósa til þings í tveimur umferðum rétt eins og í forsetakosningum. Macron forseta er í mun að fylgja eftir sigri sínum í maí með sigri í þingkosningunum til að auðvelda honum að koma stefnumálum sínum áfram. Þeirra á meðal eru loforð um skattalækkanir og að eftirlaunaaldur verði almennt hækkaður úr 62 árum í 65. Nýjustu kannanir benda hins vegar til að miðjubandalag Macrons sé ógnað af nýlega mynduðu bandalagi Vinstri grænna og Kommúnistaflokksins undir forystu Jean-Luc Mélenchon. Hann hvetur kjósendur til að kjósa bandalag sitt svo Macron neyðist til að skipa hann í embætti forsætisráðherra. Vinstrabandalagið berst fyrir töluverðri hækkun lágmarkslauna, lækkun eftirlaunaaldurs niður í sextíu ár og frystingu á orkuverði til heimila. Fimm hundruð sjötíu og sjö sæti eru á franska þinginu og er vinstrabandalaginu spáð 260 til 320 sætum og bandalagi miðjuflokka Macrons er spáð 260 til 320 sætum. Franska kosningakerfið er nokkuð flókið þar sem kosið er í tveimur umferðum. Þingsætum er ekki úthlutað eftir fylgi flokka á landsvísu heldur fylgi þeirra í einstökum héruðum og fer seinni umferð þingkosninganna fram eftir viku. Þjóðarflokkur Marine Le Pen, sem tapaði forsetakosningunum fyrir Macron í maí, vonast til að fá að minnsta kosti 15 þingmenn þegar upp er staðið. Það myndi tryggja flokkum rétt á að mynda formlegan þingflokk sem tryggði honum meiri áhrif á franska þinginu. Í þingkosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn aðeins átta þingmenn kjörna. Úrslit kosninganna gætu ráðist af lélegri kjörsókn en könnunarfyrirtæki spá því að innan við helmingur kjósenda muni mæta á kjörstað.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira