Kötturinn Nói, þróunarstjóri Forlagsins, er allur Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 21:58 Jóhann Páll Valdimarsson, stofnandi JPV útgáfu, segir köttinn Nóa munu skilja eftir stórt tóm í hjörtum margra. Aðsend Kötturinn Nói, sem sinnti stöðu þróunarstjóra Forlagsins í þau tæplega þrettán ár sem hann lifði, drapst í morgun. Framkvæmdarstjóri bókaútgáfunnar segir starfsfólkið vera í sárum. „Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni. Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Hann Nói var algjörlega einstakur köttur. Hann bjó í Forlaginu nánast alla sína ævi og hefur þar af leiðandi fylgt okkur í næstum þrettán ár. Við og starfsfólkið eigum eftir að sakna hans alveg gríðarlega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, í samtali við Vísi. Forlagið greindi frá andláti Nóa á Facebooksíðu sinni fyrr í dag. Þar sagði að Nói hafi tekið fyrirtækið út á hverjum einasta degi, kannað birgðastöðuna, velt fyrir sér handritum og bókakápum, losaði starfsfólkið við penna og teygjur og séð um að streitan færi ekki með það á álagstímum. Jóhann Páll Valdimarsson, faðir Egils og stofnandi JPV bókaútgáfu, greindi einnig frá andláti Nóa á Facebook. „Það hryggir mig innilega að tilkynna andlát Nóa. Hann dó í morgun eftir að hafa lent í slysi í nótt. Nói var stórbrotinn köttur, algjör nagli en undurviðkvæmur undir niðri. Hann skilur eftir stórt tóm í hjarta okkar í fjölskyldunni og reyndar fleiri. Nú verðum við að reyna að fylla tómið með yndislegum minningum,“ segir hann. Kettir hafa lengi fylgt útgáfunni Egill Örn segir að kettir hafi alla tíð fylgt útgáfufyrirtækjum fjölskyldunnar. Það sé hefð komin frá afa hans sem rak bókaforlagið Iðunni. Nói var sannkallaður bókaköttur.Aðsend „Fyrst þegar við fórum af stað árið 2001 með JPV útgáfu var Randver köttur titlaður stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann lést nú fyrir nokkrum árum síðan en Nói var snemma gerður að þróunarstjóra og stóð sig feykilega vel enda Forlagið undir hans styrku stjórn orðin stærsta útgáfa landins,“ segir Egill Örn. Á ekki von á að vera lengi kattarlaus Egill Örn segir að fráfall Nóa hafi borið brátt að, en talið er að ekið hafi verið á hann í nótt. Hann telur ekki miklar líkur á að fyrirtækið verði kattarlaust lengi en Nói var orðinn eini kötturinn í Forlaginu. „Við byrjum á því að jafna okkur á fráfalli Nóa, en mér finnst ekki ósennilegt að við fáum nýjan þróunarstjóra áður en langt um líður,“ segir Egill, spurður að því hvort staða þróunarstjóra verði auglýst á næstunni.
Gæludýr Bókaútgáfa Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“