Salah og Kerr best | Son ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 10:30 Sam Kerr, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2021 til 2022. EPA-EFE/NEIL HALL Leikmannasamtök Englands, PFA, völdu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og Sam Kerr, leikmann Chelsea, sem bestu leikmenn tímabilsins 2021/2022 á Englandi. Manchester City átti bestu ungu leikmennina og þá vakti athygli að Son Heung-Min var ekki í liði ársins. Í gærkvöld tilkynnti PFA hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir í úrvalsdeild karla og kvenna í enska fótboltanum. Einnig voru bestu ungu leikmenn deildanna tilkynntir sem og úrvalslið beggja deilda. Mohamed Salah, framherji Liverpool og markakóngur úrvalsdeildar karla ásamt Son Heung-Min, var kosinn bestur. Hinn 29 ára gamli Egypti var að vinna verðlaunin í annað sinn. There is no greater honour than winning an award that my colleagues voted on. I am very grateful to all of you! pic.twitter.com/AH0FOSapXI— Mohamed Salah (@MoSalah) June 9, 2022 Sam Kerr, framherji Englandsmeistara Chelsea og markadrottning úrvalsdeildar kvenna, var kosin best. Hin 28 ára gamli Ástrali var að vinna verðlaunin í fyrsta sinn. The PFA Players Player of the Year 2022 | @samkerr1 @ChelseaFCW @TheMatildas #PFAawards #POTY pic.twitter.com/G8sw7jmIxC— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Man City kom sá og sigraði þegar kom að bestu ungu leikmönnum deildanna. Phil Foden og Lauren Hemp hlutu þá viðurkenningu. Hinn 22 ára gamli Foden var að vinna í annað sinn á meðan hin 21 árs gamla Hemp var að vinna fjórða árið í röð. Geri aðrir betur. The very best bits from @PhilFoden s PFA Young Player of the Year winning campaign! #ManCity pic.twitter.com/apuDvw84Aq— Manchester City (@ManCity) June 9, 2022 Honoured to be named PFA Young Player Of The Year. Thank you so much to the players that voted for me, it means a lot pic.twitter.com/h5sHsejwDw— Lauren Hemp (@lauren__hemp) June 9, 2022 Lið ársins Það vekur mikla athygli að Liverpool á fleiri leikmenn í liði ársins en Englandsmeistarar Manchester City. Því hefur verið fleygt fram að kosningin fari venjulega fram í febrúar og því á hún til að gefa ranga mynd af tímabilinu í heild sinni. Það sem vakti enn meiri undrun var að Suður-Kóreumaðurinn Son, markahæsti leikmaður deildarinnar, var hvergi sjáanlegur á meðan Sadio Mané og Cristiano Ronaldo voru með Salah í fremstu línu. The PFA Premier League Team of the Year! @Alissonbecker João Cancelo @VirgilvDijk @ToniRuediger @TrentAA @DeBruyneKev @Thiago6 @BernardoCSilva @MoSalah @Cristiano Sadio Mané#PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/x1MPQBOHrF— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Það var lítið um umdeildar ákvarðanir í kvennaflokki en Englandsmeistarar Chelsea eiga fjóra leikmenn, silfurlið Arsenal þrjá sem og bronslið Man City. Hin spænska Ona Batlle, leikmaður Manchester United, er sú eina sem ekki leikur með efstu þremur liðum deildarinnar. The PFA WSL Team of the Year! @berger_ann @AlexGreenwood @leahcwilliamson @Mdawg1bright @OnaBatlle Kim Little @itscarolineweir @guro_reiten @lauren__hemp @samkerr1 @VivianneMiedema #PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/6Hx8vVGQrp— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Í gærkvöld tilkynnti PFA hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir í úrvalsdeild karla og kvenna í enska fótboltanum. Einnig voru bestu ungu leikmenn deildanna tilkynntir sem og úrvalslið beggja deilda. Mohamed Salah, framherji Liverpool og markakóngur úrvalsdeildar karla ásamt Son Heung-Min, var kosinn bestur. Hinn 29 ára gamli Egypti var að vinna verðlaunin í annað sinn. There is no greater honour than winning an award that my colleagues voted on. I am very grateful to all of you! pic.twitter.com/AH0FOSapXI— Mohamed Salah (@MoSalah) June 9, 2022 Sam Kerr, framherji Englandsmeistara Chelsea og markadrottning úrvalsdeildar kvenna, var kosin best. Hin 28 ára gamli Ástrali var að vinna verðlaunin í fyrsta sinn. The PFA Players Player of the Year 2022 | @samkerr1 @ChelseaFCW @TheMatildas #PFAawards #POTY pic.twitter.com/G8sw7jmIxC— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Man City kom sá og sigraði þegar kom að bestu ungu leikmönnum deildanna. Phil Foden og Lauren Hemp hlutu þá viðurkenningu. Hinn 22 ára gamli Foden var að vinna í annað sinn á meðan hin 21 árs gamla Hemp var að vinna fjórða árið í röð. Geri aðrir betur. The very best bits from @PhilFoden s PFA Young Player of the Year winning campaign! #ManCity pic.twitter.com/apuDvw84Aq— Manchester City (@ManCity) June 9, 2022 Honoured to be named PFA Young Player Of The Year. Thank you so much to the players that voted for me, it means a lot pic.twitter.com/h5sHsejwDw— Lauren Hemp (@lauren__hemp) June 9, 2022 Lið ársins Það vekur mikla athygli að Liverpool á fleiri leikmenn í liði ársins en Englandsmeistarar Manchester City. Því hefur verið fleygt fram að kosningin fari venjulega fram í febrúar og því á hún til að gefa ranga mynd af tímabilinu í heild sinni. Það sem vakti enn meiri undrun var að Suður-Kóreumaðurinn Son, markahæsti leikmaður deildarinnar, var hvergi sjáanlegur á meðan Sadio Mané og Cristiano Ronaldo voru með Salah í fremstu línu. The PFA Premier League Team of the Year! @Alissonbecker João Cancelo @VirgilvDijk @ToniRuediger @TrentAA @DeBruyneKev @Thiago6 @BernardoCSilva @MoSalah @Cristiano Sadio Mané#PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/x1MPQBOHrF— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Það var lítið um umdeildar ákvarðanir í kvennaflokki en Englandsmeistarar Chelsea eiga fjóra leikmenn, silfurlið Arsenal þrjá sem og bronslið Man City. Hin spænska Ona Batlle, leikmaður Manchester United, er sú eina sem ekki leikur með efstu þremur liðum deildarinnar. The PFA WSL Team of the Year! @berger_ann @AlexGreenwood @leahcwilliamson @Mdawg1bright @OnaBatlle Kim Little @itscarolineweir @guro_reiten @lauren__hemp @samkerr1 @VivianneMiedema #PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/6Hx8vVGQrp— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira