Útskrifaði sig sjálfur með svæsna kálbögglaeitrun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 18:16 Guðjón Friðriksson fékk staðfestingu á alvarlegu ástandi á bráðamóttökunni, þökk sé kalbögglum frá 1944. samsett Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur. „Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01