„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:34 Ísak Snær Þorvaldsson birti af sér mynd af spítalanum í gærkvöld eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn í leik gegn Hvíta-Rússlandi í Víkinni. @isaks10 og vísir/diego Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta. Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak. Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak.
Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira