Þá segjum við frá því að Samkeppniseftirlitið sé nú með það til skoðunar hvort greina megi samkeppnislagabrot í þeim verðhækkunum sem eiga sér stað um þessar mundir. Hagfræðingur bendir á að þeir vöruflokkar sem búi ekki við erlenda samkeppni hafi hækkað langmest.
Ölgerðin var skráð í Kauphöllina í morgun en um er að ræða fyrsta framleiðslufyrirtækið á neytendamarkaði sem skráð er á markað hér á landi.
Einnig heyrum við í þingmanni Viðreisnar sem segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum.