Tilkynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæstaréttardómara Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 22:52 Lögreglumenn hafa vaktað heimili Brett Kavanaugh síðan í maí þegar umdeildum drögum að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um þungunarrof var lekið. Kevin Dietsch/Getty Images Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi. Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira