Cancelo bjargaði einhverfu barni Atli Arason skrifar 8. júní 2022 23:31 Joao Cancelo með Englandsmeistaratitilinn eftir fagnaðarlætin. Getty Images Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum. Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu. Enski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Manchester City ruddust inn á leikvöll liðsins eftir 3-2 endurkomu sigur City á Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum var ljóst að City hefði unnið Englandsmeistaratitilinn. Í þeim hópi var hinn 10 ára einhverfi Ollie Gordon sem varð viðskilja við faðir sinn, Lee Gordon, í öllum látunum. Spennustigið var hátt en Robin Olsen, markvörður Aston Villa, varð meðal annars fyrir höggi af stuðningsmanni City sem réðst inn á leikvöllinn. Þúsundir stuðningsmanna réðust inn á völlinn og öryggisgæslunni gekk illa að halda aftur af skrílnum.Getty Images Lauren Hoyle, móðir stráksins, lýsir atvikinu í viðtali við Manchester Evening News. „Hann byrjaði að hlaupa í burtu, hann er með einhverfu og er ekki meðvitaður um þær hættur sem geta leynst í kringum sig. Hann varð spenntur og byrjaði að hlaupa.“ „Ég var að horfa á leikinn í sjónvarpinu og ég sá Lee [föðurinn] hlaupa um völlinn en ekki Ollie. Ég fékk kvíðakast en aðeins nokkrum metrum frá varð markvörður Villa fyrir árás,“ sagði Lauren. Ollie varð ráðvilltur og týndist í fjöldanum en Cancelo varð var við þennan litla dreng sem var vægast sagt óttasleginn. Ollie Gordon fyrir leikinnLauren Hoyle „Cancelo greip í hann og tók hann upp og hélt utan um hann, kyssti hann á ennið og barðist svo í gegnum hóp af fólki. Þetta gerðist mjög hratt en allir voru að ýta og hrinda frá sér. Sonur minn var logandi hræddur. Hann getur ekki verið einn, hann verður að vera í fylgd með fullorðnum. Það varð mikil óheppni að hann fór inn á leikvöllinn á undan pabba sínum og hljóp í burtu.“ „Ef það hefði ekki verið fyrir Cancelo, sem ekki bara hélt utan um hann, heldur passaði upp á hann þangað til að pabbi hans fann hann, þá hefði sagan verið allt öðruvísi. Með alla þessa stóru menn hlaupandi um í geðshræringu,“ sagði Lauren sem var handviss um að Ollie litli hefði kramist undir hópinn ef það væri ekki fyrir óeigingjarna aðstoð Cancelo. „Hann [Cancelo] hefði sjálfur átt að vera hlaupandi um að fagna með liðsfélögum sínum en þess í stað tók hann sér tíma til að nema staðar og hjálpa ungum strák. Hann var sjálfur inn í hringamiðju þessa alls, maður hefði búist við því að hann myndi drífa sig af leikvellinum sjálfur en hann bjargaði litlum strák sem hann hefur enga tengingu við. Ollie hefði orðið undir hópnum ef Cancelo hefði ekki bjargað honum.“ Annað markið á vellinum varð meðal annars fyrir skemmdum í látunum.Getty Images Lauren vildi nota viðtalið við Manchester Evening News sem tækifæri til að þakka Cancelo. „Sem móðir, 600 mílum í burtu, þá er ekkert sem þú getur gert. Hjarta mitt fór í mola þegar ég sá pabba hans einan hlaupa um völlinn í sjónvarpinu. Pabbi hans sagði það sama, hvernig á maður að finna 120 cm háan strák í sjó af þreknum karlmönnum sem eru öskrandi og æpandi?“ spurði Lauren. „Cancelo sá að strákurinn var óttasleginn og reyndi að hughreysta hann. Um leið og Ollie sá pabba sinn og rétti út hendurnar í átt að honum þá ýtti Cancelo a.m.k. einum manni í burtu svo að drengurinn kæmist til pabba síns. Eftir það hélt Cancelo áfram sína leið. Við náðum ekki að þakka honum fyrir eða láta hann vita hversu himinlifandi við erum fyrir það sem hann gerði,“ sagði Lauren Hoyle að endingu.
Enski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira