Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 13:27 Gengið hefur á ýmsu hjá Lula da Silva frá því að hann lét af embætti sem forseti árið 2011. Hann var sakfelldur fyrir spillingu, bannað að bjóða sig fram til forseta en dómurinn síðar ógiltur. Vísir/EPA Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október. Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár. Brasilía Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Lula mælist með 46% fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54% gegn 32% Bolsonaro. Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar nýlegar kannanir. Sumar þeirra benda til þess að Lula gæti unnið með allt að tuttugu og fimm prósentustiga mun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bolsonaro forseti hefur farið mikinn um möguleg kosningasvik og troðið illsakir við hæstarétt og yfirkjörstjórn landsins. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta kunni að kosta hann stuðning á pólitísku miðjunni. Sama skoðanakönnun sem var birt í dag sýnir að 47% eru neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Lula var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010. Saksóknarar ákærðu hann fyrir aðild að meiriháttar spillingarmáli sem skók brasilísk stjórnmál árið 2016. Hann var sakfelldur fyrir mútuþægni í tengslum við ríkisolíufyrirtækið Petrobras ári síðar og sat í fangelsi í á annað ár. Dómstóll bannaði Lula að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Spillingardómar yfir Lula voru ógiltir í fyrra og gat hann þá skráð sig aftur í framboð til forseta í ár.
Brasilía Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira