Sjáðu hraðþrennu Kötlu, sigurmark Hildar og Eyjakonur bæta fyrir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:01 Breiðablik vann Selfoss í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Vísir/Diego Mörkunum rigndi í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta og hér á Vísi má sjá öll mörkin úr umferðinni. Sautján ára leikmaður Þróttar skoraði þrennu á tuttugu mínútum. Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum í deildinni með 19 stig eftir 6-1 sigur gegn Aftureldingu en skammt undan eru fimm lið. Stjarnan og Þróttur unnu bæði í umferðinni og eru með 16 stig, Breiðablik komst upp í 4. sæti með 15 stig en Selfoss og ÍBV hafa 14. Afturelding og KR eru neðst með aðeins 3 stig hvort. Í stórleik umferðarinnar vann Breiðablik 1-0 sigur á Selfossi þar sem Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið eftir frábæran samleik Blika, með vippuskoti í stöng og inn á 30. mínútu. Klippa: Breiðablik - Selfoss Valur vann 6-1 stórsigur á Aftureldingu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brooklynn Entz og Cyera Hintzen bættu við. Varamaðurinn Katrín Rut Kvaran náði að minnka muninn fyrir Aftureldingu eftir að hafa skotist inn fyrir vörn Valsara. Christina Settles var rekin af velli á 64. mínútu, í stöðunni 3-0, svo gestirnir úr Mosfellsbæ voru manni færri síðasta hálftíma leiksins. Klippa: Valur - Afturelding Eyjakonur unnu 3-2 sigur gegn Keflavík þrátt fyrir að gera sér erfitt fyrir með mistökum. Keflvíkingar komust yfir eftir skelfileg mistök í vörn ÍBV, með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur, en Sandra Voitane og Olga Sevcova breyttu stöðunni í 2-1 og þannig var hún í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks sparkaði Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, boltanum beint til Keflvíkinga sem þannig skoruðu aftur eftir slæm mistök Eyjaliðsins, þegar Ana Paula Santos jafnaði metin í 2-2. Kristín Erna Sigurlásdóttir sá þó til þess að ÍBV tæki öll stigin, með marki af nærstöng eftir góðan undirbúning Olgu Sevcova. Klippa: ÍBV - Keflavík KR virtist fá draumabyrjun undir stjórn nýrra þjálfara þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir skoraði gegn Þrótti, eftir vel útfærða hornspyrnu. Hin 17 ára Katla Tryggvadóttir kom Þrótti hins vegar til bjargar í seinni hálfleik og skoraði þrennu á tuttugu mínútum, í 3-1 sigri. Klippa: KR - Þróttur Stjörnukonur héldu svo sínu flugi áfram með frábærum 5-0 sigri á Þór/KA í Garðabænum á mánudaginn. Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin og Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði einnig tvö, og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Klippa: Stjarnan - Þór/KA Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þróttur Reykjavík Breiðablik ÍBV Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ Sjá meira