Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Eiður Þór Árnason skrifar 8. júní 2022 11:50 Gabríel Daði Vignisson segir óvenjulegt andrúmsloft ríkja í höfuðborg Þýskalands í dag. Samsett Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“ Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Gabríel Daði Vignisson er staddur í stuttu fríi í Berlín ásamt kærustu sinni, móður og systur og gista þau á hóteli nærri vettvangnum. Hann frétti fyrst af því hvað hafi átt sér stað þegar áhyggjufullur vinur á Íslandi hringdi til að athuga með fjölskylduna. „Ég ætlaði að vakna klukkan níu og við ætluðum að fara út og byrja daginn en við konan sváfum yfir okkur. Annars hefðum við verið á staðnum þar sem þetta gerðist,“ segir Gabríel í samtali við fréttastofu en að sögn lögreglu átti atvikið sér stað um klukkan 10:30 að staðartíma. „Við komum út þegar þetta er eiginlega að gerast og það eru bara lokaðar götur hérna. Þegar ég stóð í fimm mínútur fyrir utan Primark á horninu þá fóru fram hjá fimm lögreglubílar, fullir af lögreglumönnum, tíu inn í hverjum bíl og þrír sjúkrabílar.“ Þar áður hafi hann séð átta sjúkrabíla keyra götuna á meðan hann sat fyrir utan nærliggjandi kaffihús. Vildi athuga hvort hann væri á lífi Gabríel segir það mjög óraunverulegt að vera staddur svo nálægt þegar svona gerist. Mjög skrítið andrúmsloft sé á svæðinu og fólk skiljanlega mjög slegið. Hann hafi fljótlega áttað sig á því að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað en ekki vitað hvað hafi gerst fyrr en að vinur hans hringdi frá Íslandi. „Þá var fréttin komin inn og hann las hana fyrir mig. Hann var bara að athuga hvort ég myndi svara og hvort ég væri á lífi. Hann sagði að ef ég hefði ekki svarað þá hefði hann farið að panicka smá.“ Í kjölfarið lét Gabríel vita af sér á Facebook til að tilkynna vinum og vandamönnum að það væri í lagi með sig og fjölskylduna. „Maður bregst aðeins við þessu eftir á. Maður áttar sig ekki á því strax en svo þegar maður stendur og sér lögreglubíl eftir lögreglubíl og sjúkrabíl eftir sjúkrabíl þá veit maður hvað þetta var mikið.“
Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira