Kvenkyns stjórnendum þyki nauðsynlegt að sanna sig Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. júní 2022 13:38 Kvenkyns stjórnendum er haldið utan við ákvarðanatöku í meiri mæli samkvæmt niðurstöðum. Aðsent Hinsegin starfsfólk fær minni stuðning og aðgang að stjórnendum fyrirtækja ásamt því að upplifa oftar erfið samskipti og viðhorf á vinnustað eins og grófan talsmáta eða brandara. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“. Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar samstarfsverkefnisins Kynin og vinnustaðurinn á vegum Empower, nýsköpunarfyrirtækis í jafnréttismálum, Háskóla Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, Maskínu og Samtaka atvinnulífsins. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Hilton Nordica í dag. Öllum fyrirtækjum innan Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var boðin þátttaka. Konur veiti meiri stuðning en karlar Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að konur telji sig bera þrisvar sinnum meiri ábyrgð á heimilinu en karlar og eykst þetta bil ef litið er til kynjanna með hliðsjón af stjórnunarstöðu í fyrirtæki. Fjórum sinnum fleiri kvenkyns stjórnendur en karlkyns stjórnendur sögðust bera heimilisábyrgð að meirihluta eða öllu leyti. Þar að auki virðast kvenkyns yfirmenn veita meiri stuðning til undirmanna sinna en þeir sem eru karlkyns. Eins segjast 15,2% kvenkyns stjórnenda hafa þurft að sanna sig meira en aðrir eða verið haldið utan við ákvarðanatöku sem þeim við kemur en 5,1% karlkyns stjórnenda lýsa sömu raun. Aftur á móti sagðist hinsegin starfsfólk síður upplifa að því sé haldið utan við ákvarðanatöku og að framlag þeirra sé sniðgengið en gagnkynhneigt starfsfólk. #MeToo hafi haft jákvæð áhrif Meirihluti þeirra sem tók könnunina segja #MeToo umræðuna hafa haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn en af þeim sem telja hana hafa haft neikvæð áhrif eru helmingi fleiri karlkyns og eykst óánægjan með aldri. Samkvæmt niðurstöðum hafa 5,9% hinsegin starfsfólks orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum á móti 1,6% gagnkynhneigðra. Þá segjast 5,3% kvenkyns starfsfólks sem er 29 ára og yngri hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á núverandi vinnustað síðastliðna 12 mánuði. Alls fengu 12 þúsund einstaklingar könnunina senda og bárust 4.164 svör. Tóku 2.260 karlmenn, 1.615 konur og 10 kynsegin einstaklingar þátt í könnuninni. Af heildarfjölda þátttakenda eru 96,8% gagnkynhneigð, 2,3% hinsegin og merkti 1% þátttakenda við „annað“.
Jafnréttismál Hinsegin MeToo Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira