Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2022 22:30 Svona er hugmyndin að leggja hringveginn framhjá byggðinni í Borgarnesi, samkvæmt gildandi aðalskipulagi. En á að standa við þau áform eða hætta við þau? Samgöngufélagið/Envalys Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndskeið sem félagið hefur látið gera af nýjum vegstæðum, annarsvegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness, og hins vegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi. Svona myndi vegurinn líta út, ef hann yrði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi.Samgöngufélagið/Envalys Borgarfjarðarbrúin reyndist lykillinn að því að Brúartorg í Borgarnesi varð ein helsta þjónustumiðstöð hringvegarins en hefur hins vegar þann galla að leiða þunga bílaumferð í gegnum bæinn. Í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar er þó gert ráð fyrir að vegurinn liggi í framtíðinni á nýrri vegfyllingu utan við byggðina en myndband, sem Samgöngufélagið hefur birt, sýnir hvernig vegurinn kæmi til með að líta út. Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Umræða innan sveitarstjórnar um að falla frá þessum áformum er hins vegar ástæða þess að Samgöngufélagið ákvað að láta gera myndbandið en efna um leið til skoðanakönnunar á netinu um afstöðu almennings til þessa valkosts, að sögn Jónasar Guðmundssonar, formanns félagsins. En félagið ákvað samtímis að leita eftir áliti fólks á annarri breytingu, þeirri að hringvegurinn liggi í framtíðinni vestur fyrir Akrafjall, langleiðina að Akranesi, og síðan yfir mynni Grunnafjarðar. Þannig myndi leiðin milli Akraness og Borgarness styttast um sjö kílómetra. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn og Melasveit til hægri.Samgöngufélagið/Envalys Jónas segist sjálfur telja að við endurbætur hringvegarins um svæðið sé þetta langhagkvæmasta lausnin fyrir þjóðfélagið og segist með þessu framtaki vilja hvetja til þess að þessir valkostir verði kannaðir frekar, nú þegar framundan sé að taka ákvarðanir um breikkun hringvegarins og framtíðarlegu hans milli Kjalarness og Borgarness. Þeir sem vilja segja álit sitt geta nálgast kannanirnar tvær á vefnum samgongur.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hvalfjarðarsveit Akranes Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar. 27. febrúar 2022 15:00 Alvarlegt umferðarslys við Laxárbrú Alvarlegt umferðarslys varð við Laxárbrú í Grunnafirði, milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar. 12. febrúar 2017 17:49 Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. 5. apríl 2019 15:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndskeið sem félagið hefur látið gera af nýjum vegstæðum, annarsvegar yfir Grunnafjörð milli Akraness og Borgarness, og hins vegar framhjá þéttbýlinu í Borgarnesi. Svona myndi vegurinn líta út, ef hann yrði færður út úr þéttbýlinu í Borgarnesi.Samgöngufélagið/Envalys Borgarfjarðarbrúin reyndist lykillinn að því að Brúartorg í Borgarnesi varð ein helsta þjónustumiðstöð hringvegarins en hefur hins vegar þann galla að leiða þunga bílaumferð í gegnum bæinn. Í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar er þó gert ráð fyrir að vegurinn liggi í framtíðinni á nýrri vegfyllingu utan við byggðina en myndband, sem Samgöngufélagið hefur birt, sýnir hvernig vegurinn kæmi til með að líta út. Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Vestfjörðum, er formaður Samgöngufélagsins.Egill Aðalsteinsson Umræða innan sveitarstjórnar um að falla frá þessum áformum er hins vegar ástæða þess að Samgöngufélagið ákvað að láta gera myndbandið en efna um leið til skoðanakönnunar á netinu um afstöðu almennings til þessa valkosts, að sögn Jónasar Guðmundssonar, formanns félagsins. En félagið ákvað samtímis að leita eftir áliti fólks á annarri breytingu, þeirri að hringvegurinn liggi í framtíðinni vestur fyrir Akrafjall, langleiðina að Akranesi, og síðan yfir mynni Grunnafjarðar. Þannig myndi leiðin milli Akraness og Borgarness styttast um sjö kílómetra. Brú yfir mynni Grunnafjarðar myndi stytta leiðina milli Akraness og Borgarness um sjö kílómetra. Akrafjall í baksýn og Melasveit til hægri.Samgöngufélagið/Envalys Jónas segist sjálfur telja að við endurbætur hringvegarins um svæðið sé þetta langhagkvæmasta lausnin fyrir þjóðfélagið og segist með þessu framtaki vilja hvetja til þess að þessir valkostir verði kannaðir frekar, nú þegar framundan sé að taka ákvarðanir um breikkun hringvegarins og framtíðarlegu hans milli Kjalarness og Borgarness. Þeir sem vilja segja álit sitt geta nálgast kannanirnar tvær á vefnum samgongur.is. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hvalfjarðarsveit Akranes Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22 Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar. 27. febrúar 2022 15:00 Alvarlegt umferðarslys við Laxárbrú Alvarlegt umferðarslys varð við Laxárbrú í Grunnafirði, milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar. 12. febrúar 2017 17:49 Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. 5. apríl 2019 15:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. 21. júlí 2021 22:22
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30
Íbúafjöldi Borgarbyggðar tvöfaldaður með nýju hverfi í Borgarnesi Íbúafjöldi Borgarbyggðar gæti tvöfaldast með nýrri byggð í Borgarnesi en þar á að rísa allt að þrjú þúsund manna íbúðahverfi. Efnt verður til hugmyndasamkeppni um skipulag nýju byggðarinnar. 27. febrúar 2022 15:00
Alvarlegt umferðarslys við Laxárbrú Alvarlegt umferðarslys varð við Laxárbrú í Grunnafirði, milli Hvalfjarðar og Borgarfjarðar. 12. febrúar 2017 17:49
Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Starfshópur um fjármögnun samgöngukerfisins skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag. 5. apríl 2019 15:56