KSÍ þurfi að ákveða hvort landsleikir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2022 20:00 Bryndís Jónsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. einar árnason Skiptar skoðanir eru um bjórsölu á landsleikjum. Sérfræðingur í forvörnum segir að KSÍ þurfi að ákveða hvort að leikirnir séu fjölskylduviðburðir eða eitt stórt partí. Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþróttar og áfengis. Þeirra á meðal er sérfræðingur í forvörnum. „Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?“ spyr Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. Sjálf mætir Bryndís reglulega á leiki á Laugardalsvelli og segir að hingað til hafi gestir vel getað skemmt sér án áfengis. „Og það var talað um að salan hefði tekið kipp á miðum eftir að auglýst var að hægt væri að kaupa bjór. Ég velti því fyrir mér: Ef þú þarft bjór til þess að fara á fótboltaleik, ertu þá að fara á réttum forsendum?“ Fjölskylduviðburður eða partí? Bjórsala á íþróttaleikjum er þó ekki ný af nálinni. Það þekkist vel hérlendis og erlendis að vallargestir skáli í bjór til að fagna eða drekki sorgum sínum. Áfengi er einnig selt í leikhúsum og á öðrum menningarviðburðum, en Bryndís segir að umhverfið í stúkunni á landsleikjum verði að vera fjölskylduvænt ef hvetja eigi fjölskyldur, unga iðkendur og börn til þess að mæta á leiki. „Þá viljum við forðast það að þau séu að verða vitni að ofurölvuðu fólki veltast um og vera jafnvel til vandræða. Mér skilst reyndar að það hafi ekki verið málið í gær en það var líka mánudagskvöld og vinnudagur daginn eftir þannig maður veit ekki hvernig þetta væri ef það væri um helgi.“ Áfengi og tóbak Laugardalsvöllur KSÍ Börn og uppeldi Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Reykjavík Tengdar fréttir Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Bjór var í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Albaníu í þjóðadeildinni. Löngu tímabært og eðlilegt skref segja einhverjir en aðrir furða sig yfir samblöndu íþróttar og áfengis. Þeirra á meðal er sérfræðingur í forvörnum. „Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?“ spyr Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla. Sjálf mætir Bryndís reglulega á leiki á Laugardalsvelli og segir að hingað til hafi gestir vel getað skemmt sér án áfengis. „Og það var talað um að salan hefði tekið kipp á miðum eftir að auglýst var að hægt væri að kaupa bjór. Ég velti því fyrir mér: Ef þú þarft bjór til þess að fara á fótboltaleik, ertu þá að fara á réttum forsendum?“ Fjölskylduviðburður eða partí? Bjórsala á íþróttaleikjum er þó ekki ný af nálinni. Það þekkist vel hérlendis og erlendis að vallargestir skáli í bjór til að fagna eða drekki sorgum sínum. Áfengi er einnig selt í leikhúsum og á öðrum menningarviðburðum, en Bryndís segir að umhverfið í stúkunni á landsleikjum verði að vera fjölskylduvænt ef hvetja eigi fjölskyldur, unga iðkendur og börn til þess að mæta á leiki. „Þá viljum við forðast það að þau séu að verða vitni að ofurölvuðu fólki veltast um og vera jafnvel til vandræða. Mér skilst reyndar að það hafi ekki verið málið í gær en það var líka mánudagskvöld og vinnudagur daginn eftir þannig maður veit ekki hvernig þetta væri ef það væri um helgi.“
Áfengi og tóbak Laugardalsvöllur KSÍ Börn og uppeldi Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Reykjavík Tengdar fréttir Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Bjór seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í sögunni í kvöld Bjór verður í fyrsta sinn í sögunni seldur á knattspyrnuleik á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland mætir Albaníu. Markaðsstjóri KSÍ býst við mikilli stemningu í stúkunni og vonast til að sólin og bjórsalan verði til þess að fólk mæti fyrr í laugardalinn. 6. júní 2022 12:59