Búist við tæplega 3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun | „Þetta unga lið á skilið stuðning“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. júní 2022 14:10 Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt fyrir ungt A-landslið Íslands að finna fyrir stuðning frá íslensku þjóðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35