Búist við tæplega 3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun | „Þetta unga lið á skilið stuðning“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. júní 2022 14:10 Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt fyrir ungt A-landslið Íslands að finna fyrir stuðning frá íslensku þjóðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35