Búist við tæplega 3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun | „Þetta unga lið á skilið stuðning“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. júní 2022 14:10 Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt fyrir ungt A-landslið Íslands að finna fyrir stuðning frá íslensku þjóðinni. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs á blaðamannafundi sem haldinn var í dag í aðdraganda leiks Íslands og Albaníu á Laugardalsvelli á morgun. Í byrjun fundarins vakti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, athygli á því að búist væri við á bilinu 2500-3000 áhorfendum á Laugardalsvöll á morgun og í þeim hópi væru minnst 140 albanskir stuðningsmenn. Birkir Bjarnason, landsliðsfyrirliði, sat einnig fyrir svörum og sagðist vona til þess að betri spilamennska liðsins að undanförnu myndi laða fólk á leikinn. „Andinn er mjög góður í hópnum. Við viljum og vonumst til að fá marga á völlinn á morgun. Við skiljum að við höfum ekki verið að ná nógu góðum úrslitum undanfarin ár en mér finnst við hafa verið að spila mjög góðan bolta í síðustu leikjum. Vonandi sér fólk það og mætir á völlinn,“ sagði Birkir. Ekki eru liðin mörg ár síðan slegist var um að fá miða á landsleiki Íslands.VÍSIR/DANÍEL Arnar Þór var spurður út í það hvað landsliðið gæti gert til að fá fólk aftur á völlinn. „Við þurfum að halda áfram að sýna frammistöður eins og við gerðum úti í Ísrael. Það var mjög góður leikur. Fjögur mörk og mikið af færum. Það er það sem fólk vill sjá,“ sagði Arnar Þór og hélt áfram. „Ég man sjálfur þegar maður var lítill pjakkur að mæta á Laugardalsvöll að sjá íslenska landsliðið spila. Þetta voru hetjurnar mínar. Ég vona að foreldrar barna sem eru í fótbolta á Íslandi geri sér leið í Laugardalinn á morgun og gefi börnunum sínum tækifæri á að koma og sjá íslenska landsliðið spila.“ „Fyrir ungt knattspyrnufólk er þetta eitthvað sem situr í hausnum þeirra allt þeirra líf. Ég man enn eftir að hafa mætt á völlinn og séð Atla og Ásgeir. Það byggði upp minn draum,“ sagði Arnar Þór. Hann sagði það einnig mikilvægt fyrir leikmenn landsliðsins að fá góðan stuðning en sjaldan í íslenskri knattspyrnusögu hefur Ísland teflt fram jafn reynslulitlu landsliði og þessa dagana. „Það er mikilvægt fyrir okkar leikmenn að finna fyrir stuðning frá þjóðinni. Þetta veit ég frá því ég var spila sjálfur. Þegar það var góð og jákvæð stemning í Laugardalnum þá getur það ýtt liðinu áfram. Þetta unga lið á það skilið. Þetta eru mjög hæfileikaríkir knattspyrnumenn sem við erum að ala upp og þróa svo ég vona að fólk geri sér leið í Laugardalinn og geti sagt eftir eitt eða tvö ár: Ég man bara þegar þessir voru að byrja. Þá verðum við vonandi komnir með alvöru lið á lokamót,“ sagði Arnar Þór. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsfyrirliða, á blaðamannafundi fyrir leik Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 5. júní 2022 13:35