Viðvarandi mönnunarvandi er í ferðaþjónustunni en húsnæðismál gera fyrirtækjum erfitt fyrir, lítið sem ekkert er um húsnæði fyrir innflutt starfsfólk að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
Minnst 34 eru látnir og hundruð til viðbótar alvarlega særð eftir mikla sprengingu og eld sem kviknaði á gámasvæði í Bangladess. Spítalar á svæðinu eru yfirfullir og margir þeirra slösuðu eru sögð í mjög alvarlegu ásigkomulagi.
Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja skýringu á því af hverju gíraffar eru með svona langan háls. Og eins og svo oft í líffræðinni þá er skýringin af kynferðislegum toga.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12.