Tiger King stjarnan Doc Antle handtekin fyrir peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 23:12 Doc Antle hefur ítrekað verið sakaður um að fara illa með dýrin sín. Getty/AP Tiger King stjarnan Bhagavan „Doc“ Antle hefur verið handtekinn af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, og verður færður fyrir dómara á mánudag þar sem hann verður ákærður fyrir peningaþvætti. Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum. Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildum en fram kemur í fréttinni að ákæran verði á alríkisstigi, sem getur leitt til mun harðari refsingar en annars. Lögreglumenn FBI handtóku Antle á föstudag og honum verður haldið í gæsluvarðhaldi í J. Reuben Long gæsluvarðhaldsfangelsinu í Conway í Suður-Karólínu yfir helgina. Antle er eigandi vinsæla Myrtle Beach dýragarðsins í Suður-Karólínu. Hann vakti mikla athygli þegar honum brá fyrir í Netflix-þáttunum Tiger King: Murder, Mayhem and Madenss, sem voru gefnir út á streymisveitunni árið 2020. Þættirnir eru heimildaþættir og fjölluðu um þá sem rækta tígrisdýr og reka dýragarða fyrir stóra ketti í Bandaríkjunum. Áhersla var lögð á Joe Exotic, sem rak einn slíkan dýragarð í Oklahoma, og hefur verið skotspónn dýravelferðarsinna fyrir meint dýraníð og var svo sakfelldur og dæmdur í fangelsi fyrir að hafa skipulagt morð á óvini sínum Carole Baskin. Talið er líklegt að ákærurnar, sem gefnar verða út á hendur Antle, tengist ásökunum um peningaþvætti. Þetta hefur AP eftir heimildamanni. Doc Antle hefur verið handtekinn fyrir peningaþvætti.AP/Fógetaembætti Horry Sýslu Dýravelferðarsinnar hafa sakað Antle um að hlúa illa að dýrunum sínum, ljónum og fleiri dýrum. Hann var árið 2020 ákærður fyrir dýraníð í Virginíu og fyrir smygl á dýrum. Í maí á þessu ári óskuðu samtökin People for the Ethical Treatment of Animals eftir því við skattyfirvöld í Bandaríkjunum að rannsaka Rare Species Fund, sjóð í eigu Antler sem átti að stuðla að verndun dýralífs. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa haldið því fram að hluti sjóðspeninganna hafi farið í dýragarðinn hans í Myrtle Beach, sem er brot á lögum um peningaþvætti. Aðalmeðferð í máli hans í Virginíu mun fara fram í næsta mánuði en hann er ákærður fyrir brot á lögum um smygl á dýrum og fyrir að hafa brotið slík lög af yfirlögðu ráði. Þau brot eru á alríkisstigi. Þá er hann einnig ákærður fyrir þrettán minniháttar brot á lögum um dýr í útrýmingarhættu og fyrir slæma meðferð á dýrum í tengslum við flutning hans á ljónshvolpum. Antle á langan sakaferil, sem rekja má allt aftur til ársins 1989 þegar hann var sektaður fyrir að hafa yfirgefið dádýr og páfugla í dýragarðinum sínum í Virginíu. Síðan þá hefur hann brotið lög um dýravelferð oftar en 35 sinnum.
Bandaríkin Dýraheilbrigði Netflix Tengdar fréttir Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02 Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Joe Exotic sækir um skilnað Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta. 31. mars 2022 22:02
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. 28. janúar 2022 13:19
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent