Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. júní 2022 09:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun