De Bruyne spenntur fyrir komu norska markahróksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 08:31 Þessir tveir verða samherjar á næstu leiktíð. Matt McNulty/Getty Images Það virðist sem Kevin De Bruyne sé nokkuð sáttur með að Manchester City hafi loks fest kaup á alvöru framherja. Skömmu eftir að síðustu leiktíð í enska fótboltanum lauk tilkynnti Man City að Erling Braut Håland, leikmaður Borussia Dortmund og norska landsliðið, væri á leið til félagsins. Þó Pep Guardiola hafi skilað Englandsmeistaratitli í hús og verið mínútum frá því að koma Man City í úrslit Meistaradeildarinnar þá var umræðan á þá leið að það skorti hreinræktaðan framherja í leikmannahóp liðsins. Það mun ekki vanta á næstu leiktíð og hefur belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne nú lagt orð í belg. Sá virðist einkar spenntur að spila með framherja sem getur vart hætt að skora. „Håland er frábær framherji og ætti að hjálpa okkur að vaxa sem lið. Það búast allir við mjög miklu af honum. Man City hefur verið að leita að 9u og ég held það sé gott að fá framherja sem getur skorað 20 til 25 mörk á tímabili,“ sagði De Bruyne sem nú er staddur í landsliðsverkefni með Belgíu. De Bruyne telur einnig að koma framherjans gæti hjálpað sér þar sem hann hefur oft lagt upp fleiri mörk en á leiktíðinni sem var að ljúka. pic.twitter.com/MVTOmxsm42— Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 2, 2022 Hinn 21 árs gamli Håland er nú þegar með betri framherjum Evrópu. Alls spilaði hann 89 leiki fyrir Dortmund og skoraði 86 mörk ásamt því að leggja upp 23 til viðbótar. Þar áður skoraði hann 29 mörk í 27 leikjum fyrir Red Bull Salzburg í Austurríki ásamt því að leggja upp sjö til viðbótar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann bjóði upp á svipaða tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Skömmu eftir að síðustu leiktíð í enska fótboltanum lauk tilkynnti Man City að Erling Braut Håland, leikmaður Borussia Dortmund og norska landsliðið, væri á leið til félagsins. Þó Pep Guardiola hafi skilað Englandsmeistaratitli í hús og verið mínútum frá því að koma Man City í úrslit Meistaradeildarinnar þá var umræðan á þá leið að það skorti hreinræktaðan framherja í leikmannahóp liðsins. Það mun ekki vanta á næstu leiktíð og hefur belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne nú lagt orð í belg. Sá virðist einkar spenntur að spila með framherja sem getur vart hætt að skora. „Håland er frábær framherji og ætti að hjálpa okkur að vaxa sem lið. Það búast allir við mjög miklu af honum. Man City hefur verið að leita að 9u og ég held það sé gott að fá framherja sem getur skorað 20 til 25 mörk á tímabili,“ sagði De Bruyne sem nú er staddur í landsliðsverkefni með Belgíu. De Bruyne telur einnig að koma framherjans gæti hjálpað sér þar sem hann hefur oft lagt upp fleiri mörk en á leiktíðinni sem var að ljúka. pic.twitter.com/MVTOmxsm42— Kristof Terreur (@HLNinEngeland) June 2, 2022 Hinn 21 árs gamli Håland er nú þegar með betri framherjum Evrópu. Alls spilaði hann 89 leiki fyrir Dortmund og skoraði 86 mörk ásamt því að leggja upp 23 til viðbótar. Þar áður skoraði hann 29 mörk í 27 leikjum fyrir Red Bull Salzburg í Austurríki ásamt því að leggja upp sjö til viðbótar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann bjóði upp á svipaða tölfræði í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira