Elísabet mætir ekki í valdaafmælismessu á morgun vegna slappleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 20:26 Elísabet drottning með frænda sínum hertoganum af Kent við valdaafmælishátíðarhöldin í dag. Drottningin er sögð hafa fundið fyrir slappleika og átt erfitt með að hreyfingar við hátíðarhöldin í dag. AP/Jonathan Brady Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta til þakkargjörðarathafnar í dómkirkju St. Paul í Lundúnum á morgun, í tilefni sjötíu ára valdaafmælis hennar, vegna slappleika, sem hún fannn fyrir við hátíðarhöldin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni. Fram kemur í frétt The Guardian að talið sé að drottningin hafi átt erfitt með gang við hátíðarhöldin í dag. Drottningin mun þrátt fyrir þetta ferðast til Windsor kastala í kvöld til þess að vera viðstödd athöfn þar sem kveikt verður á leiðarljósi í kastalanum. Ferðalagið frá Buckingham til Windsor er um klukkustund ef ekið er í bíl og er ferðalagið sagt of tímafrekt og langt fyrir drottninguna, með svona stuttu millibili, það er til Windsor í kvöld og aftur til Lundúna í fyrramálið. „Drottningin naut hátíðarhaldanna vel í dag en fann fyrir örlitlum óþægindum. Með ferðalagið í huga og þá virkni sem þarf til að taka þátt í hátíðarhöldum morgundagsins í St. Paul dómkirkjunni, hefur hennar hátign af miklum trega ákveðið að vera ekki viðstödd,“ segir í tilkynningu frá höllinni. „Drottningin hlakar til að taka þátt í að tendra leiðarljósið í kvöld í Windsor kastala og vil þakka öllum þeim sem hafa gert daginn svo sérstakan og eftirminnilegan.“ Í fjarveru drottningarinnar mun Karl Bretaprins sinna skyldum móður sinnar í dómkirkjunni. Gera þarf örlitlar breytingar á athöfninni, það er að segja hvenær konungsfjölskyldan mætir. Með þessari breytingu munu Karl, Kamilla, Vilhjálmur og Katrín mæta tíu mínútum seinna en upphaflega var áætlað en athöfnin hefst klukkan 11:30.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira