„Ömurlegt“ að spila ekki en Martin vill reyna allt til að hjálpa Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2022 10:00 Martin Hermannsson var í liði Íslands sem vann sigurinn frækna á Ítölum í Hafnarfirði í febrúar. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en verður án Martins Hermannssonar í leikjum sínum í sumar eftir að hann sleit krossband í hné í vikunni. Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“ Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Martin verður frá keppni fram á næsta ár og missir mögulega af öllum sjö leikjunum sem Ísland á eftir í undankeppninni en henni lýkur í febrúar. „Það er ömurlegt. Við erum í bullandi séns á að komast á HM. Baldur [Þór Ragnarsson] aðstoðarþjálfari landsliðsins var einmitt hér hjá mér í síðustu viku í fríi og við vorum búnir að ræða það fram og til baka hvað gæti orðið. Við höfum aldrei verið svona nálægt því að komast á HM. Við erum með lið sem gæti gert virkilega góða hluti,“ segir Martin. Klippa: Martin um landsliðið og HM-drauminn Með Martin innanborðs vann Ísland nefnilega frábæra sigra á Hollandi á útivelli og gegn Ítalíu á heimavelli. Fjórða liðið í riðlinum, Rússland, var svo dæmt úr keppni. Því er ljóst að Ísland kemst áfram á seinna stig undankeppninnar fyrir HM og tekur þangað með sér að minnsta kosti tvo sigra, og mögulega þrjá ef liðið vinnur Holland á Ásvöllum 1. júlí. „Hef áfram bullandi trú á strákunum“ Þannig verður liðið í álitlegri stöðu þegar seinna stig undankeppninnar hefst í ágúst, þar sem Ísland, Holland og Ítalía blandast saman í riðil með Georgíu og Spáni og sennilega Úkraínu. Þrjú liðanna komast á HM. Ísland spilar hins vegar án síns besta leikmanns, Martins, og það gerir HM-drauminn fjarlægari en Martin vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til: „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, að spila með bestu vinum sínum í landsliðinu. Þetta er því hrikalega svekkjandi en ég hef áfram bullandi trú á strákunum. Síðustu tvö ár hef ég ekki verið mikið með landsliðinu og ég held að það hafi hjálpað mönnum að fá enn stærra hlutverk. Það kemur maður í manns stað og ég mun reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get með öðrum hætti, bara andlega og með því að vera í kringum strákana. Þó ég geti ekki verið inni á gólfinu mun ég leggja mitt að mörkum, hvernig sem ég get gert það.“
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31 Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31 „Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Einkalæknir Nadals sér um Martin Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson segist vera í fullkomlega góðum höndum hjá Valencia vegna meiðsla sinna en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 2. júní 2022 11:31
Martin var í sigti risaliða en gæti flutt til Íslands Sannkölluð stórlið í evrópskum körfubolta voru farin að bera víurnar í Martin Hermannsson áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Nú gerir hann ráð fyrir að vera áfram í Valencia og þar líður honum afar vel. 2. júní 2022 08:31
„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. 1. júní 2022 16:02