Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-KR 3-1 | Öruggur sigur Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 23:15 Selfoss vann góðan sigur gegn KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. Upphafsmínútur leiksins voru heldur bragðdaufar, en gestirnir í KR voru þó meira með boltann. Heimakonur vöknuðu þó til lífsins eftir rúmlega tíu mínútna leik og á 16. Mínútu skoruðu þær fyrsta markið. Brenna Lovera fékk þá boltann inni á vítateig, tók hann vel niður og lagði út á Miröndu Nild sem hamraði honum upp í samskeytin og staðan orðin 1-0. Selfyssingar voru svo ekki lengi að tvöfalda forystuna því aðeins tveimur mínútum síðar átti Miranda Nild frábæra sendingu inn fyrir vörn KR-inga og Brenna Lovera var sloppin ein í gegn. Brenna er ekki þekkt fyrir að láta svona færi fram hjá sér fara og kláraði færið vel. Eftir þetta róaðist leikurinn á ný og lítið var um færi. Bæði lið reyndu nokkur skot, en áttu erfitt með að ógna marki andstæðinganna. Selfyssingar fengu þó eitt gott færi eftir hálftíma leik þegar Auður Helga Halldórsdóttir stal boltanum á hættulegum stað, keyrði í átt að marki, en dró skotið fram hjá markinu. Síðari hálfleikur bauð hins vegar upp á meira fjör en sá fyrri. Færin komu á færibandi á upphafsmínútum hálfleiksins og það tók KR-inga ekki nema tæpar fjórar mínútur að minnka muninn. Margaux Chauvet vann þá boltann úti á hægri kanti og flott fyrirgjöf hennar fann Bergdísi Fanney Einarsdóttur í fætur. Bergdís gerði engin mistök og hamraði boltanum upp í þaknetið, staðan orðin 2-1. Selfyssingar fengu einnig sín færi í upphafi síðari hálfleiks og Auður Helga Halldórsdóttir átti meðal annars skot í slá. Heimakonur náðu svo tveggja marka forystu á ný þegar hornspyrna Auðar rataði beint á ennið á Barbáru Sól Gísladóttur inni á markteig og hún skallaði boltann í opið markið þegar rúmlega hálftími var til leiksloka. Bæði lið fengu nokkur ákjósanleg færi til að bæta við mörkum, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því 3-1 sigur Selfyssinga. Af hverju vann Selfoss? Eftir þunga byrjun spiluðu Selfyssingar glimrandi fínan sóknarleik sem skilaði þeim góðum færum. Liðið hefur spilað sterka vörn í upphafi móts og það vantaði ekkert upp á hana í kvöld, en þegar liðið bætir þessum sóknarleik við vopnabúr sitt geta Selfyssingar verið stórhættulegir. Hverjar stóðu upp úr? Sif Atladóttir var valin maður leiksins á Jáverk-vellinum í kvöld og hún var vel að því komin. Þessi reynslubolti er límið í vörn Selfyssinga og hún stóð sína vakt vel í kvöld. Sóknarlína Selfyssinga átti líka flottan dag og ég má til með að hrósa Auði Helgu Halldórsdóttur fyrir sinn leik þar sem hún skapaði yfirleitt hættu þegar hún fékk boltann úti á kantinum. Í liði KR-inga spilaði Cornelia Sundelius flottan leik í markinu þrátt fyrir ap hafa fengið á sig þrjú mörk. Hún gat lítið gert í þessum mörkum, en stóð sína vakt vel þegar gestirnir þurftu á henni að halda. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik, en það sem betur fer breyttist í síðari hálfleik. KR-ingum hefur gengið illa allt tímabilið að halda marki sínu hreinu, en þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk í kvöld má sjá greinileg batamerki á þeirra leik. Hvað gerist næst? Liðin leika bæði sinn næsta deildarleik á þriðjudaginn í næstu viku. Selfyssingar sækja Breiðablik heim og KR-ingar fá Þrótt í heimsókn. Bára: Höfðum alltaf trú á verkefninu Bára Kristbjörg var sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum áður en hún varð aðstoðarþjálfari Selfyssinga.vísir/s2s Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfyssinga, gat verið sátt með liðið að leik loknum. Hún hrósaði sóknarleiknum sérstaklega, en henni hefur þótt vanta upp á hann í upphafi tímabils. „Mér fannst við spila bara ótrúlega vel í dag svona heilt yfir,“ sagði Bára að leik loknum. „Það koma kannski svona móment inn á milli, en mér fannst við hættulegar fram á við og þá kannski meira en við höfum verið. Við vorum að fá fleiri góðar sóknir. Svo erum við að fá leikmenn aftur úr meiðslum og ná hópnum alveg heilum aftur og það er bara alveg geggjað.“ Eins og áður hefur komið fram þá voru upphafsmínútur síðari hálfleiks mjög fjörugar. Bára segir að þrátt fyrir það að liðið hafi verið komið með tveggja marka forskot þá hafi áhersla verið lögð á að koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. „Já alveg klárlega. Við erum búnar að vera að skerpa á okkar leik og þá sérstaklega sóknarlega. Við höfum verið frekar þéttar varnarlega og erum með rosalega góða leikmenn. Við erum með margar hættulegar fram á við og þurfum að byrja að nýta það aðeins betur. Og við gerðum það svo sem í dag.“ Bára segir enn fremur að hún og aðrir í þjálfarateymi Selfyssinga hafi haldir ró sinni þegar KR-ingar minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik. „Það fór kannski ekkert þannig lagað um okkur. Við höfðum alltaf trú á verkefninu. En þetta var rosalega svekkjandi mark og eitthvað sem við vorum búnar að tala um fyrir leikinn. Þetta á ekki að gerast, en auðvitað hrikalega vel klárað hjá Bergdísi.“ Selfyssingar byrjuðu Íslandsmótið á tveimur sigrum og var taplaust eftir fyrstu fimm umferðirnar. Tvö jafntefli og eitt tap í seinustu fjórum leikjum fyrir leik kvöldsins urðu þó til þess að Selfyssingar misstu topplið Vals nokkrum stigum fram úr sér, en Bára segir að seinustu tveir leikir séu gott veganesti í komandi verkefni. „Við erum að ná upp meiri stöðugleika í okkar leik þó að úrslitin hafi verið svona fram og til baka. Liðin eru líka klók stundum þegar þau mæta okkur og liggja til baka sem gerir okkur erfiðara fyrir sóknarlega. En þetta leggst bara mjög vel í okkur. Það er uppgangur í liðinu og eins og ég segi að fá hópinn allan aftur og ná öllum til baka er geggjað,“ sagði Bára að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna KR UMF Selfoss
Selfoss vann öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti KR í sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn lyfti Selfyssingum upp í annað sæti deildarinnar, en KR-ingar sitja sem fastast á botninum. Upphafsmínútur leiksins voru heldur bragðdaufar, en gestirnir í KR voru þó meira með boltann. Heimakonur vöknuðu þó til lífsins eftir rúmlega tíu mínútna leik og á 16. Mínútu skoruðu þær fyrsta markið. Brenna Lovera fékk þá boltann inni á vítateig, tók hann vel niður og lagði út á Miröndu Nild sem hamraði honum upp í samskeytin og staðan orðin 1-0. Selfyssingar voru svo ekki lengi að tvöfalda forystuna því aðeins tveimur mínútum síðar átti Miranda Nild frábæra sendingu inn fyrir vörn KR-inga og Brenna Lovera var sloppin ein í gegn. Brenna er ekki þekkt fyrir að láta svona færi fram hjá sér fara og kláraði færið vel. Eftir þetta róaðist leikurinn á ný og lítið var um færi. Bæði lið reyndu nokkur skot, en áttu erfitt með að ógna marki andstæðinganna. Selfyssingar fengu þó eitt gott færi eftir hálftíma leik þegar Auður Helga Halldórsdóttir stal boltanum á hættulegum stað, keyrði í átt að marki, en dró skotið fram hjá markinu. Síðari hálfleikur bauð hins vegar upp á meira fjör en sá fyrri. Færin komu á færibandi á upphafsmínútum hálfleiksins og það tók KR-inga ekki nema tæpar fjórar mínútur að minnka muninn. Margaux Chauvet vann þá boltann úti á hægri kanti og flott fyrirgjöf hennar fann Bergdísi Fanney Einarsdóttur í fætur. Bergdís gerði engin mistök og hamraði boltanum upp í þaknetið, staðan orðin 2-1. Selfyssingar fengu einnig sín færi í upphafi síðari hálfleiks og Auður Helga Halldórsdóttir átti meðal annars skot í slá. Heimakonur náðu svo tveggja marka forystu á ný þegar hornspyrna Auðar rataði beint á ennið á Barbáru Sól Gísladóttur inni á markteig og hún skallaði boltann í opið markið þegar rúmlega hálftími var til leiksloka. Bæði lið fengu nokkur ákjósanleg færi til að bæta við mörkum, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því 3-1 sigur Selfyssinga. Af hverju vann Selfoss? Eftir þunga byrjun spiluðu Selfyssingar glimrandi fínan sóknarleik sem skilaði þeim góðum færum. Liðið hefur spilað sterka vörn í upphafi móts og það vantaði ekkert upp á hana í kvöld, en þegar liðið bætir þessum sóknarleik við vopnabúr sitt geta Selfyssingar verið stórhættulegir. Hverjar stóðu upp úr? Sif Atladóttir var valin maður leiksins á Jáverk-vellinum í kvöld og hún var vel að því komin. Þessi reynslubolti er límið í vörn Selfyssinga og hún stóð sína vakt vel í kvöld. Sóknarlína Selfyssinga átti líka flottan dag og ég má til með að hrósa Auði Helgu Halldórsdóttur fyrir sinn leik þar sem hún skapaði yfirleitt hættu þegar hún fékk boltann úti á kantinum. Í liði KR-inga spilaði Cornelia Sundelius flottan leik í markinu þrátt fyrir ap hafa fengið á sig þrjú mörk. Hún gat lítið gert í þessum mörkum, en stóð sína vakt vel þegar gestirnir þurftu á henni að halda. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik, en það sem betur fer breyttist í síðari hálfleik. KR-ingum hefur gengið illa allt tímabilið að halda marki sínu hreinu, en þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk í kvöld má sjá greinileg batamerki á þeirra leik. Hvað gerist næst? Liðin leika bæði sinn næsta deildarleik á þriðjudaginn í næstu viku. Selfyssingar sækja Breiðablik heim og KR-ingar fá Þrótt í heimsókn. Bára: Höfðum alltaf trú á verkefninu Bára Kristbjörg var sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum áður en hún varð aðstoðarþjálfari Selfyssinga.vísir/s2s Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfyssinga, gat verið sátt með liðið að leik loknum. Hún hrósaði sóknarleiknum sérstaklega, en henni hefur þótt vanta upp á hann í upphafi tímabils. „Mér fannst við spila bara ótrúlega vel í dag svona heilt yfir,“ sagði Bára að leik loknum. „Það koma kannski svona móment inn á milli, en mér fannst við hættulegar fram á við og þá kannski meira en við höfum verið. Við vorum að fá fleiri góðar sóknir. Svo erum við að fá leikmenn aftur úr meiðslum og ná hópnum alveg heilum aftur og það er bara alveg geggjað.“ Eins og áður hefur komið fram þá voru upphafsmínútur síðari hálfleiks mjög fjörugar. Bára segir að þrátt fyrir það að liðið hafi verið komið með tveggja marka forskot þá hafi áhersla verið lögð á að koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn. „Já alveg klárlega. Við erum búnar að vera að skerpa á okkar leik og þá sérstaklega sóknarlega. Við höfum verið frekar þéttar varnarlega og erum með rosalega góða leikmenn. Við erum með margar hættulegar fram á við og þurfum að byrja að nýta það aðeins betur. Og við gerðum það svo sem í dag.“ Bára segir enn fremur að hún og aðrir í þjálfarateymi Selfyssinga hafi haldir ró sinni þegar KR-ingar minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik. „Það fór kannski ekkert þannig lagað um okkur. Við höfðum alltaf trú á verkefninu. En þetta var rosalega svekkjandi mark og eitthvað sem við vorum búnar að tala um fyrir leikinn. Þetta á ekki að gerast, en auðvitað hrikalega vel klárað hjá Bergdísi.“ Selfyssingar byrjuðu Íslandsmótið á tveimur sigrum og var taplaust eftir fyrstu fimm umferðirnar. Tvö jafntefli og eitt tap í seinustu fjórum leikjum fyrir leik kvöldsins urðu þó til þess að Selfyssingar misstu topplið Vals nokkrum stigum fram úr sér, en Bára segir að seinustu tveir leikir séu gott veganesti í komandi verkefni. „Við erum að ná upp meiri stöðugleika í okkar leik þó að úrslitin hafi verið svona fram og til baka. Liðin eru líka klók stundum þegar þau mæta okkur og liggja til baka sem gerir okkur erfiðara fyrir sóknarlega. En þetta leggst bara mjög vel í okkur. Það er uppgangur í liðinu og eins og ég segi að fá hópinn allan aftur og ná öllum til baka er geggjað,“ sagði Bára að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti