Hækkunin er sú mesta frá hruni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2022 17:47 Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir launafólk finna vel fyrir öllum þeim hækkunum sem orðið hafa undanfarið. Vísir/Egill Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“ Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í dag en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar mest á Suðurlandi eða um 22,4 prósent en minnst á Austurlandi eða um 14,9 prósent . Á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 20,2 prósent. Af einstaka sveitarfélögunum hækkar fasteignamat mest í Hveragerði, Árborg og Skorradalshreppi en þar er hækkunin um og yfir þrjátíu prósent. Minnst er hækkunin í Dalvíkurbyggð, Dalabyggð og Skútustaðahreppi. Þá hækkar fasteignamat sumarhúsa um rúm tuttugu prósent og atvinnuhúsnæðis um tíu prósent. Hækkun á fasteignamati nú er sú mesta frá hruni. Á grundvelli þessa fasteignamats eiga svo sveitarfélögin eftir að taka ákvörðun um fasteignagjöld í haust. Þannig geta þessar hækkanir á fasteignamati haft áhrif á það hvað fólk greiðir í fasteignagjöld á næsta ári. „Það er í rauninni sveitarfélögunum í sjálfsvald sett hvernig þau leggja á fasteignaskattana að einhverju leyti. Þannig það er á þeirra ábyrgð að þessi gríðarlega hækkun fasteignamats verði ekki til þess að rýra kjör almennings þegar kemur að hækkun fasteignaskattanna,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segir hækkanirnar geta haft áhrif á komandi kjaraviðræður. „Við erum í dýrtíð. Það eru að hækka öll aðföng, matvæli, vextir eru að hækka og verðbólga er farin að stað. Þannig að auðvitað eru heimilin á Íslandi að taka töluverðan skell akkúrat núna. Auðvitað mun þetta líka hafa áhrif á kjarasamningsviðræðurnar í haust þar sem við erum að verja lífskjör almennings og sækja fram.“
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira