Í sameiginlegri fréttatilkynningu fyrirtækjanna er greint frá því að vörurnar verði fluttar út frá Íslandi í fyrstu en síðar muni Reykjavík Creamery framleiða vörurnar í nýrri verksmiðju sinni í Pennsylvaníu.
Mjólkurvörurnar sem um ræðir eru próteinrík hafrajógúrt sem Arna hyggst setja á markað á Íslandi í sumar og laktósafríar mjólkurvörur sem eru þegar á markaði hérlendis.
Að sögn Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, hefur fyrirtækið fengið fjölmargar fyrirspurnir í gegnum tíðina frá aðilum sem hafa lýst yfir áhuga á að selja vörur Örnu í Bandaríkjunum. Þau hafi hins vegar ekki talið það raunhæft nema með því að finna traustan framleiðanda þar í landi.