Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 09:16 Martin féll til jarðar og hélt um vinstra hnéð. Stöð 2 Sport Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Valencia mætti Baskonia í 8-liða úrslitum ACB-deildarinnar á Spáni í gær en um er að ræða eina af sterkari deildum Evrópu. Valendia leiddi 37-31 þegar tæplega tvær mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Martin féll þá til jarðar og greip um hnéð. Ljóst var að landsliðsmaðurinn var sárkvalinn og var hann í kjölfarið borinn af velli. Martin Hermannsson se retira lesionado¡Mucho ánimo!pic.twitter.com/uGKPXjnMz5— Gigantes del Basket (@GIGANTESbasket) May 30, 2022 Valencia var heillum horfið eftir að Martin var borinn til búningsherbergja og tapaði það á endanum leiknum, 59-76 lokatölur gestunum í Baskonia í vil sem eru komnir áfram í undanúrslit. Leikmenn Valencia eru þar af leiðandi komnir í sumarfrí en ljóst er að Martin verður frá töluvert lengur en það. Valencia staðfesti nú í morgunsárið að um slitið krossband væri að ræða. Martin tjáði sig um meiðslin á Twitter-síðu sinni. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og skilaboðin sem ég hef fengið. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Önnur áskorun til að stíga yfir, get ekki beðið eftir að hefja endurhæfinguna. Sjáumst sem fyrst,“ segir hann brattur. I want to thank everybody for the support and messages I have received. Life is not always fair. Another challenge to overcome, cant wait to start working! See you soon. https://t.co/Ekjas69aEn— Martin Hermannsson (@hermannsson15) May 31, 2022 Það er ljóst að Martin verður því ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum í byrjun júlí í síðasta leik sínum á fyrra stigi undankeppni HM. Liðið er komið áfram og hefur keppni á næsta stigi undankeppninnar í ágúst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01 Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Tímabilinu lokið hjá Valencia sem var heillum horfið án Martins Valencia þurfti að þola 59-76 tap fyrir Baskonia í oddaleik liðanna í 8-liða úrslitum spænsku deildarinnar í körfubolta í kvöld. Meiðsli Martins Hermannssonar settu svartan blett á leik kvöldsins. 30. maí 2022 21:01
Martin hélt um hnéð er hann var borinn af velli Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia og Baskonia í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á Spáni. Meiðslin litu illa út. 30. maí 2022 20:00
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga