„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. maí 2022 08:01 Einar Þorsteinsson segir meirihlutaviðræður í borginni ganga vel en þó hafi enginn tímarammi verið settur. Stöð 2/Egill Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði um helgina að stefnt væri að því að klára viðræður um myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta fyrir 7. júní þegar ný borgarstjórn kemur fyrst saman. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk sérstök í þessu, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum, þetta eru stór og mikilvæg mál sem þarf að leysa úr og fyrir mitt leiti eru engin tímamörk í þessu og ég held að Dagur sé þeirrar skoðunar líka,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. Auðvitað væri betra ef flokkarnir kæmu sér saman um málefni fyrir fyrsta fund en ef það næðist ekki mui starfsaldursforseti stýra fundum borgarstjórnar og kosið verði í ráð og nefndir með D'hondt kosningakerfinu. „Það er bara verkefnið og ekkert mál þótt það væri þannig. En við reynum náttúrulega klára innan þessa tímaramma,“ segir Einar. Hann segir gerð málefnasamnings miða vel og að oddvitar flokkanna hafi rætt skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngumál, lýðræðismál, þjónustu við borgarbúa og stafræna vegferð borgarinnnar síðustu daga. „Það er mikilvægt að þessi hópur sem er að fara að mynda, ef næst saman, næstu fjögur ár hafi sameiginlega sýn á það hvert við stefnum og hvaða aðferðum við ætlum að beita til að ná þessum markmiðum,“ segir Einar. Breytingar sem Framsókn boðaði hafi strax haft áhrif Einar segir að þær breytingar sem flokkurinn boðaði í kosningabaráttunni væru þegar búnar að hafa áhrif. „Ég held að þau mál sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni, sérstaklega hvað varðar húsnæðismálin, hafi haft áhrif á kosningabaráttuna og umræðuna og ráðið atkvæðum kjósenda að mörgu leyti. Þessir flokkar sem hér eru höfðu uppi áform um húsnæðisuppbyggingu, juku lóðaframboðið rétt fyrir kosningar og skrifað var undir viljayfirlýsingu um Keldnalandið rétt fyrir kosningar. Þannig að ég held að innkoma Framsóknar inn í stjórnmálin í borginni hafi sannarlega haft áhrif strax,“ segir Einar. Reyna að bræða saman málefni allra flokka Framsókn setji húsnæðismálefnin á oddinn en miðað við nýjustu mannfjöldaspár væri ljóst að ráðast þyrfti í miklu mun meiri uppbyggingu en gert hafi verið ráð fyrir. Flokkurinn standi fyrir uppbyggingu samgönguinnviða, meðal annars með því að stigin verði stór skref í átt að Sundabraut strax í upphafi kjörtímabils. „Það hafa allir flokkar sín stefnumál og mál sem þeir setja á oddinn. Nú erum við bara að tala saman, bræða saman þessar hugmyndir og mynda góðan samning, sáttmála um næstu fjögur ár, af því það er mikilvægt að ná árangri í borginni,“ segir Einar. Einar segir ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvort viðræður flokkanna gætu mögulega siglt í strand á vegna skiptingar embætta í borgarstjórn. „Ég hef gætt mín á því að vera ekki að setja afarkosti fyrir þessum viðræðum af því að mér finnst að málefnin eigi að ráða og svo finnum við út úr hinu,“ segir hann.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira