Ákvörðun KSÍ nær ekki til FH sem leyfir Eggerti að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson sneri aftur til fyrri starfa hjá FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí, eftir að hafa verið látinn stíga til hliðar 21. apríl. vísir/Hulda Margrét Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær þrátt fyrir að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar, vegna nauðgunarkæru, hafi verið kærð. Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira