Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:31 Antonio Conte þakkar stuðningsmönnum Tottenham fyrir stuðninginn eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust. Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Conte er samningsbundinn Tottenham út næsta tímabil, en þrátt fyrir það höfðu margir stuðningsmenn Tottenham áhyggjur af því að Ítalinn myndi yfirgefa félagið í sumar. Tottenham tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með 5-0 sigri gegn Norwich í lokaumferð deildarinnar síðustu helgi. Það og sú staðreynd að eigendur félagsins ætla sér að láta Conte hafa auka 150 milljónir punda til að eyða í leikmannakaup í sumar hefur þó líklega sannfært stjórann um að vera um kyrrt. Conte has worked miracles since arriving at #THFC so it would have been catastrophic for the club had he left this summer.The news the Italian is staying signs off a week which could be significant to Tottenham’s modern history.📝 @CDEccleshare https://t.co/RLT3smSUH4— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 27, 2022 Conte ræddi við yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham, Fabio Paratici, í dag og ítrekaði vilja sinn til að vera áfram hjá félaginu. Ítalinn tók við Tottenham í nóvember á síðasta ári og eins og áður segir rennur samningur hans út sumarið 2023. Samningurinn býður þó upp á þann möguleika að framlengja um eitt ár, en það á enn eftir að koma í ljós hvort Conte sé viljugur til að virkja það ákvæði. Ástæða þess að stuðningmenn Tottenham voru hræddir um að stjórinn myndi yfirgefa félagið í sumar er líklega sú að nú seinast í febrúar gaf hann það í skyn að hann væri óánægður innan herbúða þess. Eftir tap gegn Burnley í lok febrúarmánaðar, sem var þeirra fjórða tap í fimm leikjum, sagðist Conte vera pirraður á ástandinu og „ef að vandamálið er þjálfarinn þá er ég tilbúinn að fara.“ Þá virtist hann líka gagnrýna innkaupastefnu Tottenham í viðtali við Sky Italia, en sagði svo síðar að þau ummmæli hefðu verið mistúlkuð.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira