Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2022 21:01 Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira